SÝNING – FYRIRLESTRAR – ÖRNÁMSKEIÐ
Sýning, fyrirlestrar og örnámskeið veita fjölbreyttan innblástur sem hjálpar gestum að taka skref í átt að grænni og heilbrigðari framtíð.
VÖRUSÝNING: Um 50 fjölbreitt fyrirtæki og stofnanir fræða gesti, kynna nýjungar á vörum, þjónustu, hugbúnaði, menntun, nýsköpun og fl. Fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að bjóða uppá umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir.
FYRIRLESTRAR: Á laugardag og sunnudag stíga um 20 fyrirlesarar á svið og fjalla um heilsu og umhverfismál. Hvar viljum við vera eftir 30 ár? Hvað þurfum við að gera til að komast þangað? Streita, mataræði, plastlausar lausnir, heilbrigt heimili, 5 einföld ráð til að halda okkur í formi til áttrætt o.m.fl. verður tekið fyrir.
Hægt er að kaupa aðgang að fjögurra vikna endurspilun á fyrirlestraveislunni.
ÖRNÁMSKEIÐ: Fjölbreytt og fræðandi 30 mín. námskeið verða í boði fyrir gesti sýningarinnar.