MATARBLAÐ Á ÍSLENSKU OG ENSKU

Við hjá Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR kynnum með stolti okkar fyrsta sérblað, FÆÐA / FOOD og getum ekki beðið eftir að sjá hvernig það leggst í okkar lesendur.

SÝNISHORN

Við skoðum FÆÐU í víðu og óhefðbundnu samhengi í þessu blaði sem er eiginlega meira í ætt við bók en tímarit. Pönnukökurnar hennar ömmu, portrett af ungum smökkurum, týnda þjóðarkakan, matarsögur, djarfir kokkar, einstök brögð, ostur og lamabakjöt, matarhandverk og nýjir matarstaðir í borginni eru meðal fjölbreyttra greina í blaðinu.

food

Með því að hafa ritið á íslensku og ensku vonumst við til þess að enn fleiri fái notið þessa fyrsta sérrits okkar, hvort sem það eru enskumælandi íbúar landsins eða ferðamenn sem hafa áhuga á að fræðast um matarmenningu okkar og sérstöðu.

Áskrifendur fá blaðið í hendurnar á næstu dögum og  fyrir hina bjóðum við upp á sérstakt áskriftartilboð í tilefni útgáfunnar!

Ekki nóg með það þá höldum við upp á útgáfuna með pompi og prakt á BERGSSON RE, Grandagarði 16 næsta fimmtudag kl 17:00

MEIRA ÚTGÁFUHÓFIÐ HÉR

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.