Morgunvenjur Sollu á Gló

Sólveigu Eiríksdóttur þekkjum við flest. Hún er ofurkona, frumkvöðull í íslensku hollustufæði og alltaf með bros á vör. Nú rekur hún veitingarstaði Gló þar sem er hægt að fá bragðgóðan og bráðhollan mat. Við urðum að fá að vita hvernig þessi kjarna kona byrjar daginn sinn:

Hvenær og hvernig vaknar þú á morgnana?solla ny mynd

Ég vakna um 6 leytið – oftast sjálf, en stilli klukkuna til öryggis.

Hvernig eru morgunvenjurnar?

Ég byrja daginn að þurrbursta líkamann, ber síðan á mig kókosolíu og fer í heita og kalda sturtu 🙂
Síðan les ég nokkrar síður í góðri andlegri bók, eitthvað uppbyggjandi sem ég hugleiði á og tek með mér út í daginn
Þar næst skutla ég í mig „ógeðsskoti“ sem samanstendur gjarnan af skrýtnum duftum og svo fæ ég mér grænan djús þá er ég tilbúin fyrir daginn 🙂

Hvernig helduru í þessar venjur?

Ég geri allt tilbúið áður en ég fer í rúmið, set ógeðsskotið í lítið staup, geri allt til í djúsinn, hef bókina á náttborðinu og þegar ég ligg á koddanum á kvöldin sé ég þetta fyrir mér og það virkar!

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Tögg úr greininni
, ,