Dansarinn: eykur jafnvægi

Jógastaða vikunnar er DANSARINN: Natarajasana á sanskrít eða „Lord of the Dance“.

nata = actor, dancer, mime
raja =
king
asana=staða

Jafnvægisæfingar í jóga styrkja bæði innra sem og ytra jafnvægið okkar. Þess vegna róa jafnvægisæfingar hugann líka og eru ágætar gegn streitu og flakkandi huga. “Stay stay stay” Stattu. Vertu, finndu, líkamlega og andlega. Góð upphitun fyrir „Dansarann“ er að setja á upplyftandi danstónlist, hrista allan líkamann vel til, finna orkuna vakna og teygja svo.

Svo er aðalmálið að finna jógaleiðina af jógadýnunni út í lífið sjálft. Að eiga dansandi líf, að dansa lífið og vera í flæðinu! Stjórna minna og taka á móti dansi hvers dags!

STAÐAN:

Stattu á báðum fótum í Tadasana (fjallið). Færðu svo þungann yfir á vinstri fótlegg. Beygðu hægra hné og gríptu um ökklann með hægri hönd. Færðu hælinn að hægri rasskinn og lyftu rólega vinstri höndinni beint upp til himins. Lyftu nú bringunni vel upp um leið og þú teygir hægri fótlegg upp og aftur til að skapa fettuna. Rólega hallarðu þér fram í stöðunni eins og jafnvægið leyfir. Best að horfa á sama punktinn allan tímann. Gott að halda í ca 30 sekúndur og koma svo rólega tilbaka úr stöðunni. Lokaðu augunum og finndu áhrifin af stöðunni. Síðan endurtekurðu stöðuna á hinum fætinum.

ÁHRIF:

• Opnar og strekkir á brjóstkassa og öxlum

• Teygir á lærum, nára og kvið.

• Styrkir fótleggi og ökkla,

• Opnar og liðkar hryggjasúluna

• Bætir jafnvægið innra sem ytra og styrkir einbeitinguna um leið.

Njótið!

Tögg úr greininni
, , , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.