Moltugerð er umhverfisvæn, ódýr og einföld leið til að breyta afgöngunum úr eldhúsinu í næringarríkt plöntufæði. Með moltugerð er hægt að minnka sorpið frá heimilinu um allt að þrjátíu og fimm prósent, en árið 2017 féllu til 656 kíló af sorpi frá hverjum landsmanni.
Til eru nokkrar aðferðir við að búa til moltu, hvort sem er í eldhúsinu heimavið, í bílskúrnum, sumarbústaðnum, úti á svölum eða í garðinum heima.