Næringarbomban úr ruslinu

Moltugerð er umhverfisvæn, ódýr og einföld leið til að breyta afgöngunum úr eldhúsinu í næringarríkt plöntufæði. Með moltugerð er hægt að minnka sorpið frá heimilinu um allt að þrjátíu og fimm prósent, en árið 2017 féllu til 656 kíló af sorpi frá hverjum landsmanni.   

Til eru nokkrar aðferðir við að búa til moltu, hvort sem er í eldhúsinu heimavið, í bílskúrnum, sumarbústaðnum, úti á svölum eða í garðinum heima. 

Japanska aðferðin

Bokashi er japönsk, notendavæn og sjálfbær moltunaraðferð, sem bindur gróðurhúsalofttegundir og minnkar rusl um fjórðung. Þú notar Bokashi-tunnu og Bran- niðurbrotsefni. Lífrænn úrgangur er settur í tunnuna og jafnóðum er Bran bætt út í og pressað vel. Losa þarf vökvann sem myndast og í lagi er að setja hann í niðurfallið og á blómabeðin. Passa þarf að lokið sé vel fest á tunnuna til að ekki komi lykt. Eftir tvær til fjórar vikur er losað úr Bokashi-tunnunni í mold og þannig verður til molta. Í náinni framtíð er einnig mögulegt að skila þessu á Sorpustöðvar. Bokashi-tunnurnar koma í setti og þeim fylgir Bran-niðurbrotsefni og fylgihlutir til að pressa niður og losa vökvann.

TAKK hreinlæti flytur inn Bokashi. Fæst í BYKO.

Molta á methraða

FoodCycler-moltugerðartækið býr til gæðamoltu úr matarafgöngum á innan við þremur klukkustundum. Tækið er nett og einfalt í notkun. Þú setur eldaða eða hráa matarafganga í fötuna, sem tekur 1 kg. Einnig má setja bein, skeljar og steina í hana. Þegar fatan er full, setur þú FoodCycler í gang og moltugerðin hefst. Matarafgangarnir brotna niður í smáeindir og hitna á sama tíma og til verður hrein molta. Þegar ferlinu er lokið slekkur tækið á sér og þú getur blandað næringarríkri moltunni saman við moldina í garðinum.

Heimilistæki. Verð 69.995.

Snúningur er lykillinn

Jora Composter er sérhannaður safnkassi með snúningi, sem gerir moltugerðina þægilega og einfalda. Kassinn er einangraður  og hitamyndandi og má nota allt árið um kring. Hann kemur í þremur stærðum. Setja má nær allan eldhúsúrgang og garðaúrgang í kassann. Með því að snúa kassanum blandast innihaldið vel saman og fær meiri loftun, sem hraðar niðurbrotsferlinu og eyðir ólykt. Þessi aðferð auðveldar nauðsynlegum örverum að búa til moltu og hún verður til á 6-8 vikum við bestu skilyrði. Í Jora Composter eru tvö hólf sem gerir losun og framleiðslu á moltunni mun auðveldari.

Garðheimar. Verð frá 79.900 kr.

Hefðbundin moltugerð

Mattiussi-jarðgerðarílátið hentar vel til heimajarðgerðar. Ílátið er úr endurunnu plasti og rúmar um 310 lítra af lífrænum eldhús- og garðaúrgangi. Í jarðgerðina getur þú m.a. sett ávexti, grænmeti, brauð og aðra matarafganga ásamt laufi, grasi og fleiru lífrænu úr garðinum. Til að útkoman verði sem best þarf einnig að setja stoðefni á borð við greinakurl, spæni, eggjabakka og dagblöð saman við, en þau halda réttu rakastigi í jarðgerðinni. Einnig er mikilvægt að hræra reglulega í, til að tryggja nægilegt súrefni. Með réttri samsetningu og góðri loftun fæst heilbrigð og góð molta, sem er stútfull af næringarefnum og nýtist því vel sem áburður í garðinn.

gamafelagid.is

Lestu meira um moltu og moltugerð í nýjasta tölublaði LIFUR BETUR – Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR