5. Ljósin slökkt
Þetta er eitt af því sem mörgum Íslendingum finnst erfitt að venja sig á að gera. Vissulega kostar rafmagnið okkur ekki mikið en perurnar springa mun fyrr ef ljósin eru látin loga og það er ekkert umhverfisvænt við þær! Svo að sjálfsögðu er um að gera að nota perur sem endast lengur eins og sparperur og CLF perur.
6. Endurvinnsla á flöskum og krukkum
Við óskum þess að sem flestir flokki sem mest en það er auðveldast að byrja á þessu. Ef þú ert ekki þegar að þessu farðu þá með flöskur í endurvinnsluna, gefðu íþróttafélagi eða nýttu á annan hátt. Margir Íslendingar hafa gert þetta áratugum saman og er þetta einstaklega fallegur ávani. Safnaðu saman flöskum í poka (eða tunnu með loki) á skipulagðan hátt svo að þetta sé sem minnst fyrir þér. Svo er auðvitað að endurvinna krukkur, taka af þeim miðann og nota þær sem geymslu fyrir fræ, morgunmat, poppbaunir eða föndra eitthvað sniðugt úr þeim og gefa í gjafir.