Heimagert þvottaduft.
Við höldum áfram með fasta liðinn okkar Með hreina samvisku þar sem við búum til okkar eigin hreinsiefni til þess að lágmarka skaða á náttúrunni og okkur sjálfum.
ÞVOTTAHÚSIÐ
Það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það sem við setjum á okkur en í okkur. Húðin tekur inn það sem á hana er sett og getur haft mikil áhrif á líðan okkar. Astmi, ofnæmi og exem eru allt einkenni sem misgóð þvottaefni geta valdið. Þegar þú útbýrð þína eigin þvottablöndu og blandar blómadropum út í ertu ekki aðeins að auka þrifkraftinn og bæta við ferskum ilmi, heldur nýta lækningamátt dropanna. Ef t.d. einhver í fjölskyldunni er með kvef er gott að nota eucalyptus-ilmkjarnaolíu í þvottavélina.
Súpereinfalt þvottaduft
2 bollar matarsódi
15-20 dropar af ilmkjarnaolíu
Setjið þetta tvennt saman í krukku og hristið vel. Setjið u.þ.m. 1/4 bolla í þvottavélina. Má einnig nota til að handþvo þvott, eða setja teskeið í mýkingarhólfið með öðru þvottaefni.
Kröftugt þvottaduft
1 bolli bórax
1 bolli matarsódi með ilmkjarnaolíu (sjá uppskr. hér að ofan)
1 bolli náttúruleg handsápa í flögum (tætt með rifjárni)
Blandið öllu saman og setjið í ílát. Notið 1/2 bolla í fulla, meðalstóra þvottavél
2 athugasemdir