Minnkum plastnotkun!

Mynd: Hrafnkell Sigurðsson

Vonandi hefur átakið plastlaus september ekki farið framhjá neinum, en það er átak til að vekja athygli á of mikilli plastnotkun hér á landi. Í tilefni mánaðarins ákváðum að deila með ykkur brot úr grein sem birtist í vorblaði Í boði náttúrunnar á síðasta ári en í því var mikil umfjöllun um plast. Það er óhugnarlegt að hugsa til alls þess plasts sem ein manneskja hendir yfir ævina og stór hluti þess eru einnota plastvörur sem við leiðum ekki einu sinni hugann að þegar við hendum. Sífellt fleiri fréttir berast um rosalegt magn plasts sem skolast upp á land, finnst í maga sjávardýra og jafnvel finnast plastefni í manneskjum. Það geta ALLIR lagt sitt að mörkum við að minnka plastnotkun. Við báðum okkar frábæru lesendur að segja okkur frá sínum ráðum til þess og tókum saman 29 góð og gagnleg ráð til að minnka plastnotkun. 

MYND efst: Hrafnkell Sigurðsson

Í KRINGUM MAT OG DRYKK

 1. Skiptu plastpokum út fyrir margnota poka og notaðu þá þegar þú kaupir í matinn.
 2. Afþakkaðu óþarfa plastumbúðir utan um matvæli, t.d. þegar þú kaupir ávexti eða grænmeti í lausu.
 3. Ef þig vantar vöru sem einungis fæst í umbúðum, veldu þá frekar vöru sem er pökkuð í gler eða pappa/pappír.
 4. Drekktu vatn úr krana en ekki einnota plastflöskum. Settu vatn á margnota brúsa til að hafa við höndina.
 5. Notaðu margnota nestisbox t.d. úr áli undir nesti eða nasl.
 6. Geymdu sett af hnífapörum á góðum stað í vinnunni til að grípa í í staðinn fyrir plasthnífapör.
 7. Minnkaðu gosneyslu.
 8. Slepptu því að nota drykkjarrör úr plasti.
 9. Minnkaðu tyggjóneyslu – flest tyggjó, nú til dags, eru búin til úr gervi gúmmíi sem er í raun plast.
 10. Komdu með þitt eigið ílát þegar þú kaupir þér smoothie eða djús.
 11. Notaðu glerkrukkur frekar en plastílát undir mat. Glerið má endurvinna aftur og aftur.
 12. Endurnýttu plastpoka utan af brauði og notaðu sem nestispoka í staðinn fyrir að kaupa fleiri poka.
 13. Komdu með þín eigin ílát og fylltu á baunir, hnetur og fræ á bulk barnum hjá Gló í Fákafeni eða Uppskerunni í Glæsibæ.
 14. Skerðu niður ávexti á síðasta snúning og settu í frysti. Þá sleppur þú við að kaupa frosna ávexti í pokum.
 15. Frystu mat í fernum undan mjólkurmat eða í gleri. Passa þarf að fylla fernurnar ekki alveg vegna þenslunar sem verður við frostið.
 16. Notaðu vaxpappír í stað plastfilmu yfir mat.

INNÁ BAÐHERBERGI

 1. Kauptu fljótandi handsápu, þvottaefni og hreinsiefni í stórum umbúðum eða fylltu á í Heilsuhúsinu.
 2. Verslaðu við íslensk snyrtivörumerki sem fylla á umbúðir eins og Sóley Organics.
 3. Notaðu sápustykki sem koma í pappírsumbúðum í stað sturtusápu.
 4. Skiptu burstum úr plasti út fyrir bursta úr viði eða bambusi. Þetta geta verið tannburstar, hárburstar, uppþvottaburstar og skóburstar.
 5. Notaðu rakvél með skiptanlegum blöðum í stað einnota.

INNÍ ÞVOTTAHÚSI

 1. Notaðu tréklemmur frekar en plastklemmur til að hengja upp þvott.

INNÍ SVEFNIHERBERGI

 1. Notaðu heldur tréherðatré en plastherðatré til að hengja upp föt.

INNÍ BARNAHERBERGI

 1. Kauptu frekar leikföng úr tré en plasti.
 2. Fjárfestu í nútíma taubleyjum ef þú ert enn með barn á bleyju.

ANNAÐ

 1. Notaðu pensla úr viði frekar en úr plasti.
 2. Notaðu eldspítur í stað plastkveikjara.
 3. Geymdu frekar föt og dót í pappakössum en ruslapokum.
 4. Beindu viðskiptum þínum frekar að þeim sem nota endurvinnanlegar umbúðir í staðinn fyrir plastumbúðir.

Hafðu í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Mundu líka að enginn getur allt, en allir geta eitthvað.


Betra_lif_an_plasts_-_kapa_largeVið ætlum í samstarfi við Bókafélagið að gefa fimm eintök af bókinni Betra Líf Án Plasts sem kom út á dögunum á íslensku en þessi bók varð metsölubók í Þýskalandi. Bókin spyr spurningarinnar, er hægt að komast af án plasts og hvernig er það gert?

SMELLTU HÉR, farðu á facebook síðuna okkar og fylgdu leiðbeiningum til að taka þátt í leiknum.

 

2 athugasemdir

Taktu þátt í umræðunni