Náttúrulegri svefn

Í síðasta vetrarblaði Í boði náttúrunnar rannsökuðum við kodda, ýmsar tegundir og gerðir og skoðuðum hvað væri í boði af náttúrulegum og umhverfisvænum koddum. Í tengslum við það fengum við áhuga á svefnheilsunni yfirhöfuð. Við sofum allt að einn þriðja af ævinni og því mikilvægt að huga að því hvernig sá svefn fer fram og í hvernig umhverfi. Það er margt fleira hægt að gera til að bæta svefnheilsu en að skipta út koddanum og mikilvægt að huga að því að gera þennan dýrmæta tíma heilsusamlegri. Við tókum saman nokkrar leiðir til að gera svefnherbergið heilnæmara:

SOFÐU Á NÁTTÚRUNNI

Það eru ýmis efni sem geta leynst í rúminu þínu og því mikilvægt að huga að því þegar fjárfest er í rúmi að það sé laust við alvarleg eiturefni. Sum efnanna sem halda dýnunni þinni saman eða eiga að verja rúmið gegn eld eru ekki góð heilsunni. En það eru aðrir kostir í boði, einn þeirra er COCO-MAT en það er  fyrirtæki sem sérhæfir sig í að búa til vönduð lúxus rúm úr náttúrulegum efnum sem hafa slegið í gegn víða um heim og fást í hér á landi í húsgagnaversluninni Heimili og Hugmyndir í Ármúla.

Þegar COCO-MAT var stofnað árið 1989 þá var drifkrafturinn sameiginlegur draumur stofnenda, að gefa öllum sem sofa á rúmum þeirra hágæða svefn. Þeir notuðu visku náttúrunnar sem leiðarljós í hönnunarferlinu og bjuggu til framúrstefnuleg rúm úr náttúrulegum efnum. Fyrirtækið hefur síðan þá stækkað og orðið að alþjóðlegu vörumerki með verslanir í 17 löndum og hefur merkið sýnt sig standast tímans tönn.

HUGSAÐU VEL UM RÚMIÐ

Annað mikilvægt heilsunni er að hugsa vel um rúmið sitt. Gott er fyrir bakið að halda rúminu jöfnu og þá er gott að snúa dýnunum reglulega. Snúðu henni bæði á hvolf og þannig að fótasvæðið verði höfuðsvæðið. Svo er gott að þrífa dýnur á eins eða tvegjja mánaða fresti. Dreifðu bökunarsóda yfir rúmið, bíddu í 15 mínútur og ryksugaðu hann svo upp með kraftmikilli ryksugu.

UMHVERFISVÆN MÁLNING

Nú er hægt að fá umhverfisvæna málningu sem fer betur með menn og náttúru og er það tilvalin málning í svefnherbergið til að bæta loftgæðin. Munurinn á þannig málingu er að hún eru prófuð vegna losunar og skaðlegra efna. Þá er áhugavert að vita að það er meiri losun frá dökkum litum en hvítum og ljósum litum. Það er vegna þess að litum er bætt í hvítan lit, en hvort sem þú velur dökkan eða ljósan lit, eru umhverfisvænar málningar besti kosturinn í svefnherbergið þar sem þú dvelur hvað mest. Bliss málingin (fæst í Byko) er ein tegund og er talin öruggt val en astma og ofnæmissamtök Noregs mæla með henni og á hún að vera örugg fyrir konur sem eru barnshafandi. Þá er gott að velja róandi liti fyrir svefnherbergið sem hjálpa við slökun og afslöppun.

BETRI LOFTGÆÐI OG HITASTIG

Eins mikilvæg og málningin er, eru fleiri atriði sem bæta loftgæði. Sofðu alltaf með opinn gluggan og ef þú getur það ekki er gott að íhuga að fá sér þá lofthreinsitæki. Þau eyða örverum, myglusvepp og ýmsum óhreinindum sem eru að finna í íbúðarhúsnæði. Einnig gera sumar innanhúsplöntur kraftaverk fyrir loftgæði: lestu um góðar lofthreinsiplöntur hér.

Flestir vita núorðið hversu miklu máli vistvæn hreinsiefni skipta fyrir loftgæði, en þetta er ennþá mikilvægara í svefnherberginu. Mikilvægt er að þrífa og lofta út úr svefnherbergjum reglulega, einnig að hrista sængur utandyra. Þrífðu herbergið með umhverfisvænum hreinsiefnum og þvoðu rúmfötin með eiturefnalausu þvottaefni til að gera umhverfis sem heilnæmast. Margar rannsóknir sýna svo að 18 stiga hiti er gott hitastig fyrir góðan nætursvefn. Lækkaðu örlítið á ofnunum og settu rifu á gluggan til að halda góðu hitastigi.

RAFMENGUN

Við vitum ennþá ekki nægilega mikið um áhrif raftækja á heilsu okkar til lengri tíma en því ekki gefa sér frí þessa 6-8 tíma sólarhringsins sem við sofum. Það getur ekki skaðað okkur allaveganna! Gott er að hafa símtæki og tölvur utan svefnherbergisins og jafnvel taka raftæki úr sambandi sem eru ekki í notkun, þetta minnkar rafmengum talsvert og gefur þar af leiðandi betri svefn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.