Núið í tæknióðum heimi

Eins sorglegt og það er að viðurkenna það þá bæði hefjast og enda dagar hjá mörgum okkar með einhvers konar snjallsímanotkun. Við kíkjum á emailið, svörum smáskilaboðum, ráfum stefnulaust um á félagsmiðlum… og svona má lengi telja. Samfélagið er gjörsamlega tæknisjúkt og þess er krafist af okkur að við fylgjumst með, og að við séum sífellt tengd veraldarvefnum. Jafnvel fríinu okkar er eytt í að deila reynslu og upplifunum á vefnum og bíða eftir viðbrögðum, eða að skoða upplifanir og líf annarra. 

Þó að þessi tækniþróun hafi vissulega sína kosti, þá hefur hún þó orðið til þess að við fjarlægumst raunveruleikann töluvert. Við missum af sjónrænni upplifun, heyrum ekki falleg umhverfishljóð, náum ekki að eiga innihaldsrík samtöl, og verðum af öðru smálegu af því að við erum falin á bakvið eitthvað tæki! Rannsóknir sýna fram á ótrúlega aukningu í notkun snjallsíma og það að margir séu að þróa með sér snjallsímafíkn, þar sem síminn er orðin nauðsynlegur og fólk virðist ekki getað hætt, eða minnkað notkun, jafnvel þó að það viti af skaðlegum áhrifum. Þetta leiðir af sér ýmsa kvilla bæði líkamlega og andlega, eins og nomophopiu – fóbíuna við að vera án síma eða liðverki í olbogum og þumalputtum, svo að eitthvað sé nefnt. Einnig hefur verið sýnt fram á að svefngæði versni við þessa miklu notkun, að við erum orðin latari við að hugsa sjálfstætt með google við fingurgómana, og ekki síst vara hjónabandsráðgjafar við því að mikil snjallsímanotkun geti haft skaðleg áhrif á sambönd.

Við tókum saman fimm leiðir sem geta spornað örlítið við þessari þróun og aukið þann tíma sem við erum í núinu.

 • FORÐASTU TÆKIN Í RÚMINU

  Auðvitað er freistandi að taka tæknina með upp í rúm. En miðnæturinnlit á Instagram hlýtur að geta beðið til morguns. Það getur verið hættulegt heilsunni að sofa með herbergi fullt af raftækjum. Hafðu tækin þín að minnsta kosti í göngufjarlægð frá rúminu svo að þau séu heldur ekki það fyrsta sem þú nærð í á morgnanna.

 • SLÖKKTU Á TILKYNNINGUM

  Mörg snjallsímaforrit bjóðast til að láta þig vita ef eitthvað er að gerast á þeim, og kveikir þá ljós eða gefur frá sér hljóð í hvert einasta skipti sem einhver líkar mynd hjá þér á Facebook, eða yfirlýsingu a Twitter. Að slökkva á þessum fídus eykur tímann á milli þess sem þú lítur á símann þinn. Færri stafrænar truflanir þýða að þú gefir þér meiri tíma til þess að taka eftir, skoða og njóta þess sem er í umhverfi þínu.

 • LÍTTU Í KRINGUM ÞIG

  Viðurkennum það bara. Við náum í símann í hverri lyftuferð eða læknisheimsókn, í stað þess að spjalla við náungann. Við erum flest sek um þetta, að líta ekki upp. Reynum því að setja síman niður og líta oftar í kringum okkur. Það mun leiða til fleiri tækifæra, til að mynda nýjar vináttu og auka ánægju í hversdagslegri rútínunni.

 • SKILDU HANN EFTIR

  Ok, þetta er kannski stór bón. Ef þér finnst hræðilegt að fara að heiman án símans, þá þarftu þess. Byrjaðu á að velja bara einn tíma í viku til að leggja tækin til hliðar. Hvort sem það er á stefnumóti, í veislu, á meðan þú leikur við börnin, eða á meðan þú stundar áhugamálið. Þegar þú nærð þessari vikulegu áskorun þá er næsta áskorun að skera út tæknilausan tíma á hverjum einasta degi.

 • HÆTTU ÞESSUM SAMANBURÐI

  Félagsmiðlar eru byrjaðar að líta út eins og fótósjoppaðar opnur í tímaritum sem eru vissulega fallegar, en leiða auðveldlega til samanburðar sem leiðir af sér vanmáttarkennd. Reyndu að skilja að þú ert einungis að fá sýn af fegruðu augnabliki í lífi einhvers, þetta er ekki raunveruleikinn með öllum sínum ófullkomleika. Ekki láta Instagram einhvers fá þig líða verr með sjálfan þig. Og það allra mikilvægasta ekki eyða lífinu í að fylgjast með stafrænu lífi annarra. Settu í staðinn meiri orku og tíma í að lifa lífinu þínu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.