Nýrnahettuþreyta er talin ein mesta heilsuógn nútímamannsins og afleiðingar hennar eru margskonar. Í dag hafa allmargir sérfræðingar tengt nýrnahettuþreytu við afleiðingar áfalla (misalvarlegra, sem fleiri burðast með en margur gerir sér grein fyrir). Flestir tengja nýrnahetturþreytu við þetta óendanlega orkuleysi og orkumissi. Birtingamyndin er þó líka tengd lágum blóðþrýstingi, vanvirkum skjaldkirtli, bólgum í líkamanum, lélegu ónæmiskerfi og hreinlega “burn out-i”. Það er vegna þess að adrenalínið eða “fight or flight” hormónið er fjarri því að vera eina mikilvæga hormónið í nýrnahettunum.
Aðeins um nýrnahetturnar!
Nýrnahetturnar (einnig þekktar undir heitinu nýrill) sitja ofan á nýrunum. Þetta pýramídalagaða líffæri á sér tvær hliðar: hið ytra sem er nýrnahettubörkurinn og hið innra liggur mergur.
Nýrnahettubörkurinn geymir þrjú mikilvæg hormón:
Mineralocorticoids er hormónið sem ræsir nýrun. Þetta hormón stjórnar saltjafnvæginu í líkamanum og heldur utan um blóðþrýstinginn.
Glucocorticoids er hormónið sem undurstúkan í heiladinglinum ræsir. Þessi hormón auka glúkósamagnið í blóði og stjórna umbreytingu fitu, próteina og kolvetna í orku, auk þess að leggja sitt af mörkum til að stjórna blóðþrýstingi og ónæmis- og bólguviðbrögðum líkamans.
Gonadocorticoids er kynhormón. Þótt aðeins lítill skammtur af þessu kynhormóni sé geymt í nýrnahettuberkinum er það aðaluppistaða okkar eftir miðjan aldur, ef við erum ekki búnin að “brenna” þeim upp.
Þetta er nokkuð skýrt: Við myndum ekki lifa lengi án þeirra hormóna sem framleidd eru í nýrnahettuberkinum.
Nýrnahettumergurinn framleiðir svo tvö megin hormón:
Epinephrine (einnig þekkt sem adrenalín): Epinephrine er “fight or flight” hormónið. Það eykur hjartsláttinn og blóðsykurinn og flýtir því að blóðið flæði til vöðva okkar og heila.
Norepinephrine (einnig þekkt sem noradrenalinn): Norepinephrine vinnur með epinephrine.
Orsök og afleiðing
Í dag er þekkt að nýrnahettuþreyta stafar af nokkrum ástæðum: lélegum svefni, stöðugu streituálagi, gömlum áföllum, vegna umhverfismengunar, þungamálma, skjaldkirtilsvandamála (eða skjaldkirtilsvandmál vegna nýrnahettuþreytu), of mikils af örvandi efnum (áfengi, koffíni, nikótíni,sterum), ofþjálfunnar, og vegna sýkinga, einkum í öndunarfærum, t.d. af völdum flensu, bronkítis eða lungnabólgu (sem svo geta stafað af nýrnahettuþreytu).
Nýrnahettuþreyta lýsir sér aðallega með tvenns konar hætti:
Annað hvort er sá sem af henni þjáist að eiga við hana hluta dags eða allan daginn og reynir þannig að notast við örvandi fæðu, efni eða hreyfingu til að halda út daginn. Hin einkenninn, sem eru ekki síður algeng, eru að þeir sem reyna að leggjast á eðlilegum tíma til hvílu á kvöldin, ná almennt ekki að sofna fyrr en seint og um síðir. Það er ekki fyrr en þeir ná að pissa sem þeir loks að slaka á. Ekki er þó víst að allir hafi veitt þessu athygli. Í verstu tilfellunum getur nýrnahettuþreyta sótt mjög harkalega að fólki. Það unnir sér engrar hvíldar og er ýmist stanslaust orkulaust eða sífellt að missa niður orkuna.
Fyrir utan að vera sífellt að missa niður orkuna, er í dag talað um eftirfarandi sem almenn einkenni:
Vanvirkur skjaldkirtill
Minnkandi kynhvöt
Veikara ónæmiskerfi
Lágur blóðþrýstingu
Hvað er til ráða?
Til eru nokkur öflug heilsuráð til að vinna bug á nýrnahettuþreytu. Fyrir utan að hægja á sér, stunda jóga, flot, hugleiðslu og almennt “self-compassion”, eða kærleik í garð sjálfs sín, eru nokkrar jurtir og vítamín sem geta hjálpa verulega til:
Lakkrísjurtin er afar góð en ofast notuð með öðrum jurtum. Það er t.d. frábært að fá sér te með lífrænni lakkrísjurt til að halda orkunni uppi. Þetta er sérlega gott fyrir þá sem hafa gengið svo mikið á nýrnahetturnar að þær hafa jafnvel skaðast. Hitt er að lakkrísjurtin hækkar blóðþrýsting svo mikilvægt er að fylgjast með honum. Aftur á móti þar sem ein birtingamynd nýrnahettuþreytu er of lágur blóðþrýstingur er líklegt að hún komi mörgum að gagni. Gaman er að geta þess að í kínversku læknisfræðinni (sem er auðvitað byggð á indversku Ayurveda lífsvísindunum) er lakkrísjurtin flokkuð sem Qi tónik, eða lífsorkujurt.
Shisandra er eins og við systur höfum áður sagt í mjög miklu uppáhaldi. Helstu kostir schisandra er að hún er mild og fellur undir að vera Jing tónik, og er því bæði fyrir Yin og Yang í líkamanum. Samkvæmt því virkar hún fyrir líkamann í heild, eykur orku, styrkir líkamsvefi, bætir svefn, kemur jafnvægi á blóðsykurinn, er lifrarhreinsandi, bætir minnið og er góð fyrir taugakerfið og gegn kvíða. Við höfum bæði minnst á hana í grein okkar Jurtir gegn streitu og einnig í grein okkar Lausnin gegn flugþreytu fundin. Sama er að segja Rhodiola (burnirótina) sem er hin adaptógen jurtin sem við systur þreytumst aldrei á að tala um. Hún getur hins vegar verið aðeins meira örvandi en Shisandran.
Tvær aðrar jurtir sem við viljum gjarnan einnig nefna eru Holy Basil sem dregur úr myndun kortisóls, eflir ónæmiskerfið og lækkar blóðþrýsting. Hana er m.a. að finna í lífrænu B og C vítamín blöndunni frá Viridian (sem fæst hjá okkur). Það er blanda sem er að má segja hönnuð til að styrkja nýrnahetturnar. Hin er
Ashwagandha (sem er væntanleg í Systrasamlagið í lok nóvember). Hún hefur þá töfra að auka T3 og T4 skjaldkirtilshormónin, koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans og er Yang jurt, eða góð fyrir hreinsunarkerfi líkamans. En munum að stundum þurfum að gefa okkur tíma til að finna réttu jurtina sem hentar okkur. En það er þess virði.
B-vítamín blanda –einkum þó B5 vítamín vinnur gegn nýrnahettuþreytu. Flestir sem þjást af henni skortir B5 vítamín en ættu þó alltaf að taka inn öll B-vítamínin saman, því öll vinna þau saman sem eitt. Hafðu B-vítamín blönduna þína umfram allt vandaða og án allra aukaefna. Við getum sannarlega þar mælt við High Five B-vítamín blöndunni frá Viridian, en auk allra hinna B-vítamínanna geymir hún 200 mg af B5 vítamíni.
C-vítamín: Flestir vita orðið að C-vítamín leikur mikilvægt hlutverk í heilbrigðu ónæmikerfi, en það er ekki síður mikilvægt fyrir þreyttar nýrnahettur og jafnvel betra í félagi með öðrum lífsnauðsynlegum vítamínum.
Candída sveppasýking og almennt léleg meltingaflóra, er án efa helsta undirliggjandi mein Vesturlandabúa og mun ætíð og alltaf á endanum valda nýrnahettuþreytu (ásamt mörgum öðrum ófyrirséðum vandamálum). Ef þú finnur að nýrnahettuþreytan er að ná tökum á þér, er umfram allt gott hvílast og hreinsa meltinguna, taka inn meltingargerla og draga úr örvandi fæðu. Reyndu hvað þú getur til að minnka streituna í lífi þínu og jafnvel hugsa upp á nýtt hvernig þú hreyfir þig. Í stað þess að fara á hlaupabrettið, farðu út fyrir hússins dyr, helst út í náttúruna og náðu í jarðtengingu, eða láttu þig fljóta í sundlaugum landsins, sem er sérlega gott því nýrun stjórna vantsbúskap líkamans. Farðu í jóga. Hægðu á ferðinni. Hraðinn í lífi okkar hægir á upptöku næringarefna. Og fyrir þá sem eru mjög alvarlega á vegi staddir, þá bendum við þeim á að leita ráða hjá færum næringarþerapistum eða öðrum sérfræðingum.
Mikilvægast að öllu er að taka þessu vandamáli alvarlega og fara að vinna í því, áður en það er um seinan.