HANDGERÐ
Steinasápurnar frá URÐ eru handgerðar frá grunni úr íslensku hráefni. Í þær er notuð olía frá Sandhóli og þær innihalda ýmist íslenska hafra, svartan sand, villt blóðberg eða þara frá Reykhólum. Lögun sápanna er unnin út frá brotinni hrafntinnu, sem er táknrænt fyrir hina viðkvæmu, íslensku náttúru. Steinasápurnar eru með áföstum spotta, til að auðvelda notkun þeirra og þær koma í handhægum bómullarpokum.
Epal, Vistvera, urd.is