ÞJÓÐLEG ÞRIF – SÁPA OG SÓTTVARNIR

Mál málanna árið 2020 er 20 sekúndna handþvottur og handsprittun. Já, þessi tvenna er mikilvægasta sóttvörnin á tímum kórónuveirufaraldursins. Við könnuðum hvaða sápur og sótthreinsar eru í boði og komumst að því að hugvitið og handverkið á þessu sviði bókstaflega blómstrar þessa dagana.

 

 

NÁTTÚRULEG

SKESSUSÁPUR eru mildar og hreinsandi, þær eru gerðar úr íslenskri olíu, tólgi og jafnvel þorskalýsi. Í vegansápur er notuð íslensk repjuolía úr fyrstu pressun. Í þær eru aðeins notuð náttúruleg litarefni, eins og spirulina og calamine og ilmkjarnaolíur á borð við sandalviðarolíu og patchouli. Umbúðum er haldið í lágmarki og aldrei notað plast.

skessusapur.is

LÍFRÆN

Upphaf lífrænnar ræktunar á Norðurlöndunum má rekja til Sólheima, og hefur hún haldist óslitin í meira en 90 ár. Mikil sköpunargleði í anda Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, ríkir á jurtastofunni en þar fer fram hágæðaframleiðsla á sápum. Uppistaðan í þær eru lífrænt ræktaðar lækningajurtir úr görðum Sólheima, sem eru tíndar á meðan virkni þeirra stendur sem hæst.

solheimar.is

HANDGERÐ

Steinasápurnar frá URÐ eru handgerðar frá grunni úr íslensku hráefni. Í þær er notuð olía frá Sandhóli og þær innihalda ýmist íslenska hafra, svartan sand, villt blóðberg eða þara frá Reykhólum. Lögun sápanna er unnin út frá brotinni hrafntinnu, sem er táknrænt fyrir hina viðkvæmu, íslensku náttúru. Steinasápurnar eru með áföstum spotta, til að auðvelda notkun þeirra og þær koma í handhægum bómullarpokum.

Epal, Vistvera, urd.is

NÆRANDI

FISCHER-handsápurnar eru nærandi, hreinsandi og með ljúfum ilmi. Sápurnar eru handgerðar í Reykjavík. Þær eru gerðar úr lífrænni kókosolíu, shea butter, ólífuolíu og íslenskum ilmkjarnaolíum. Sápurnar mýkja húðina og viðhalda heilbrigði hennar. Þær eru vegan.

fischersund.com