Byrjar daginn á þakklætisæfingu – Sölvi Tryggvason

Sölva Tryggvason fjölmiðlamann og rithöfund ættu flestir að kannast við. Hann skrifaði bókina Á eigin skinni, þar fjallar hann um ferðalag sitt að bættri heilsu og innihaldsríkara lífi. Þetta málefni er honum afar hugleikið og eftir útgáfu bókarinnar hefur hann haldið fjölda fyrirlestra og erinda til að miðla reynslu sinni og aðstoða aðra við að öðlast betra líf.
Við fengum Sölva til að segja okkur frá sínum morgunvenjum.

Hvenær og hvernig vaknar þú á morgnana?

Ég vakna yfirleitt í kringum 7:30-8. Nota dagsbirtulampa sem vekjaraklukku.

Hvernig eru morgunvenjurnar?

Ég byrja alltaf á örstuttri þakklætisæfingu og svo kaldri sturtu, bý um rúmið og fer ekki í símann fyrr en í fyrsta lagi 30 mínútum eftir að ég vakna. Undanfarið hef ég vanið mig á að lesa líka 3-4 blaðsíður í bók á hverjum morgni. Þetta eru lykilatriðin mín og svo koma tímabil þar sem ég bæti stuttri hugleiðslu og hreyfingu inn í þetta líka.

Hvernig heldurðu í þessar venjur?

Ég held í venjurnar með því að hafa gert þær nógu oft til að finnast furðulegt að gera þær ekki. Ef ég er að bæta inn nýjum venjum geri ég það með því að ætla mér ekki um of, breyta einum litlum hlut í einu og standa við það.

 


Innblástur að fleiri góðum morgunvenjum hér:

Morgunvenjur Ásdísar grasalæknis

Morgunvenjur Jóhönnu í Systrasamlaginu

Morgunvenjur Guðna í Rope Yoga

Umsjón: Kristín Arna Jónsdóttir