Það er fátt huggulegra en að setjast niður með gott kaffi eða ískalda mjólk og kjamsa á ný bakaðri súkkulaði köku. Við rákumst á þessa uppskrift hjá Valdís og megum til með að deila henni með ykkur þar sem hún er bæði girnileg og holl. Hún er án hveitis, eggja og sykurs og því geta þeir með ofnæmi eða glúten óþol notið hennar líka. Svo er bara að toppa hana með smá rjóma fyrir mestu sælkerana.
Innihald: / 1 bolli hnetusmjör / 2 mjög þroskaðir bananar / 1/4 bolli hlynsíróp / 1/3 bolli kakóduft.
- Hitið ofninn í 180 gr.
- Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvélina, þú þarft kannski að stoppa og skafa meðfram hliðunum en deigið er mjög klístrað og á að vera svoleiðis.
- Þegar allt er vel blandað saman þá seturðu deigið í muffinsform með skeið. Mér finnst best að bleyta skeiðina af og til út af deiginu.
- Þú ræður hvort þú brytur smá súkkulaði yfir.
- Inn í ofn í 12-15 mínútur og bíddu með að taka þær úr muffinsformunum þar til þær eru orðnar alveg kaldar.
Ég fann þessa litlu uppskrift á mywholedoodlife.com. Bara fjögur innihaldsefni. Þú ert fljótari að skella í svona en að keyra út í bakarí og kaupa sykursnúð.