Taco með kjúklingabaunum

taco með kjúklingabaunum
UPPSKRIFT Sólveig Eiríksdóttir MYNDIR Hildur Ársælsdóttir

Mæðgurnar Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og flestir þekkja hana, og Hildur Ársælsdóttir, eru miklir matgæðingar og vita fátt skemmtilegra en að elda saman. Þær leggja áherslu á ljúffengan og hollan mat þar sem dekrað er við bragðlaukana. Hér er ný uppskrift, taco með kjúklingabaunum og grænmeti, úr smiðju þeirra sem gaman er að útbúa. Njótið vel! 

Hráefni

Kjúklingabaunir:
1 dós lífrænar kjúklingabaunir
1 msk. kókosolía til að steikja upp úr
½ tsk. reykt paprika
½ tsk. sjávarsaltflögur
2 msk. Bbq.-sósa

Grænmeti:
Olía til að steikja upp úr
2 dl blómkál í litlum bitum
1 dl fínt skorið hvítkál
1 dl gulrætur í þunnum sneiðum
1 dl þunnt skorinn rauðlaukur
1 dl maís (Við keyptum heilan,
ferskan maísstöngul og skárum af honum maískornið)
2 tsk. mexíkósk kryddblanda 
sjávarsaltflögur eftir smekk

Aðferð:
Hellið vökvanum af kjúklingabaununum, skolið þær og þerrið. Hitið kókosolíu á pönnu, setjið kryddið út á ásamt Bbq.-sósunni og hrærið í. 

Bætið kjúklingabaununum út á og látið malla þar til baunirnar eru orðnar heitar. 

Hitið olíuna á pönnu. Steikið grænmetið og kryddið. Smakkið til og bætið við salti eftir þörfum.

Ofan á:
sýrðar gulrætur
avókadó
kirsuberjatómatar
ferskur kóriander
sýrður hafrarjómi

 

 

Þessi grein er úr vorblaði Lifum betur – í boði náttúrunnar 2021.