Aðferð
Setjið sjávarsalt, probiotic, engiferskot, engifersneiðar eða pikklaðan engifer, hvítlauk og sítrónugrassneiðar í krukku. Skerið gulræturnar í þunnar lengjur og setjið í krukkuna, eins mikið og kemst fyrir. Endið á að hella kombucha yfir, skiljið eftir 3 cm upp að kanti því ef það verður hressileg gerjun getur flætt upp úr. Látið standa við stofuhita í 24-60 klst., allt eftir smekk, hvað þið viljið hafa gulræturnar vel sýrðar. Geymið í ísskáp í 3-4 mánuði í þessum legi í lokaðri krukku.