Þjóðlegar sóttvarnir

Aldrei hefur verið jafnmikilvægt og nú að nota handspritt og handsótthreinsi til að gæta fyllstu sóttvarna nú þegar kórónuveirufaraldurinn geisar um heiminn. Við könnuðum hvað er í boði og komumst að því að handverkið og hugvitið bókstaflega blómstrar á þessu sviði eins og hér má sjá.  

Mamma veit best - Dr Bronners handspritt MYND

 

Milt og áhrifaríkt

Lífræna sótthreinsispreyið frá DR. BRONNERS drepur sýkla hratt og vel þegar sápa og vatn eru ekki tiltæk. Það er milt en áhrifaríkt og með mildum lavender-ilmi. Spreyið er í handhægum umbúðum og smellpassar í handtöskuna, á baðherbergið, í bílinn eða á ferðalögum og má einnig nota sem lyktareyði. Það er án skaðlegra efna, sem oft má finna í öðrum sótthreinsiblöndum, en virkar alveg jafnvel og er lífrænt vottað.

mammaveitbest.is

Númer eitt - handspritt

 

Sótthreinsandi, nærandi og mýkjandi

NÚMER EITT handsprittið veitir góða vörn gegn sýkingum en vekur einnig vellíðan og góðar tilfinningar. Það er sótthreinsandi, mýkjandi og nærandi með 100% hreinum ilmkjarnaolíum, ásamt hafþyrnisolíu, sem gefur mýkt og kemur í veg fyrir þurrar hendur. Hafþyrnisolía er algjör ofurolía og þeir sem nota Númer eitt handsprittið tala um að þeir þurfi ekki lengur að nota handáburð. Ilmkjarnaolíurnar veita góðan ilm, sem situr ljúflega eftir á húðinni. Valið stendur um handspritt með slakandi lavenderilmi, eða frískandi sítrónuilmi.

numereitt.is

Soley_Louthraell_HandSpritt_200_print - MYND

 

Mýkjandi og ilmandi

Lóuþræll handsprittið frá SÓLEY ORGANICS sótthreinsar húðina og mýkir. Í því er áhrifarík blanda handtíndra lækningajurta, birki og vallhumall. Hann hefur í gegnum ættliði verið notaður til að mýkja og styrkja húðina og birkið er talið bakteríu- og veirudrepandi. Í Lóuþræl má einnig finna kryddaðar ilmkjarnaolíur með sítrónugrasi, mandarínum, basil og svörtum pipar. Lóuþræl handsprittið skal nota með reglulegum handþvotti til að draga úr líkum á veiru- og bakteríusýkingum.

soleyorganics.is

mosey-20-05-07-27884

 

Með langtímavernd

MOSEY handsótthreinsirinn er mildur fyrir húðina, þornar fljótt og klístrast ekki. Hann er án alkóhóls, litar- og ilmefna, og hentar því öllum, sérstaklega börnum og þeim sem hafa óþol fyrir alkóhóli. Klínískar prófanir á handhreinsinum sýna að hann veitir langtímavernd gegn veirum og sýklum og kemur í veg fyrir dreifingu smits. Umbúðirnar eru 100% endurnýjanlegar. Handsótthreinsirinn kemur í 50 ml stærð, sem inniheldur ekki efnið Polyhexamethylene.

mosey.is

Tögg úr greininni
,