Ég þekki marga sem eru snillingar í að pakka fyrir útileguna. Þessar týpur eiga oftast allan útbúnað, eru alltaf klár í slaginn og til í hvað sem er. Ég aftur á móti er sú sem fatta á föstudegi að ég sé að fara úr bænum á eftir, hendi í tösku í snarheitum og rýk af stað. Oft hef ég endað í útilegu með einungis tjaldstól að vopni og þurft að treysta á vini og vandamenn til að sjá um rest. Undanfarið hefur mig langað að bæta mig í þessu og hef því farið að búa vel um útilegudótið í geymslunni, gefa því sitt pláss svo að það sé allt á einum stað þegar ég þarf á því að halda. Nýverið bjó ég einnig til lista, sem verður framvegis límdur á ísskápinn, sem inniheldur það sem ég þarf að muna eftir þegar ég ferðast um landið. Hér er dæmi um það sem ég tek með fyrir þá sem eru gleymnir eins og ég:
__ Tjald, svefnpoki, dýna, koddi
__ Prímus, pottur, kol, kveikjari, dósaopnari, krydd
__ Diskar, vatnsbrúsi, hnífapör, skál, töng, eldhúsrúllu
__ Ruslapoki, nestisbox, uppþvottarbursti, tuska og viskustykki
__ Hitabrúsi, bolli, pressukanna
__ Vasahnífur
__ Tjaldstóllinn frægi og borð
__ Úlpa og ullarpeysa/flís
__ Auka sokkar (ullarsokka), hanskar og húfa
__ Bolur og trefill
__ Gönguskór/stígvél
__ Þægilegar buxur
__ Föðurland
__ Suttbuxur/bolur (bjartsýnin)
__ Nærföt
__ Regnjakki/slá
__ Sundföt + handklæði
__ Seðlar/klink, debet/visa, ökuskirteini
__ Vegahandbókin (gerir allt skemmtilegra)
__ Hleðslutæki í bílinn, fyrir síma og myndavél
__ Sandalar
__ Sjampó, tannkrem, tannbursti, hárbursti
__ Klósettpappír
__ Vítamín/bætiefni
__ Myndavél, batterí
__ Kindil eða bók
__ Minni bakpoka
__ Sólgleraugu
__ Sólarvörn
__ Plástra/sjúkrakit
Punkturinn yfir i-ð
- Hljóðfæri
- Hengirúm
- Poppkorn og olía
- Reipi/snæri (til að þurrka föt eða fara í reipitog)
- Venjuleg og/eða Tarot spil
- Dagbók
- Hattur
- Stórt kósý teppi
- Kíkir
Svo er auðvitað að fara með virkilega gott nesti með sér til að minnka líkurnar á skyndibitamat!
Góða ferð!