Tónlist fyrir savasana (slökun)

Eftir góðan jógatíma jafnast ekkert á við góða slökun, eða savasana (corpse pose) sem er nafn jógastöðunnar þar sem þú liggur á bakinu með hendur og fætur beinar. Það er misjafnt hvort að kennarar leiði nemendur í slökun, spreyi lavender lykt um herbergið, ýti mjúklega á axlirnar hjá nemendum eða láti mann alveg í friði á meðan þú lætur stressið líða úr þér. Okkur hjá ÍBN finnst skipta mestu máli að tónlistin í slökuninni sé notaleg. Gott er þegar lagið hefur hæfilega slakandi áhrif án þess að vera of klisjukennt. Tónlistin má heldur ekki vekja upp slæmar tilfinningar og því gott ef lagið inniheldur ekki mikinn texta, nema að hann sé einstaklega jákvæður. Hér eru fimm lög sem okkur finnst gott að hlusta á í slökun sem veita innblástur og gleði í hjarta:

1. Samsara Soundtrack (Frábært tónverk úr bíómyndinni Samsara frá árinu 2001)

2.  Sigurrós – Svefn-g-englar

3. Dalai Lama chanting  Om Mani Padme Hum (Falleg mantra sem er sögð innihalda alla kennslu Búdda)

4. Brian Eno – An Ending (Ambient himnaríki)

4. Deva Premal – Om Tare Tuttare (Mantra til gyðjunnar Green Tara sem veitir vernd frá hættu, losar ótta, veitir langlífi og velgengni)

https://youtu.be/nDQhOQDzpNU

5.  Van Morrison – Into the Mystic (jákvætt og hippalegt lag, með texta)

https://youtu.be/O0DJ8hWgNes

Hvert er ykkar uppáhalds lag í slökun?

Tögg úr greininni
, , ,