Vandinn við að vera vegani!

Við erum ekki að færa í stílinn þegar hér skal upplýst að á árum áður var það samkvæmisleikur meðal flugfreyja og –þjóna að geta sér til um hver væri grænmetisætan um borð. En eins margir vita þarf að tilgreina það sérstaklega fyrirfram, svo maður fái viðeigandi næringu í háloftunum. Það er skemmst frá því að segja að flugöryggisverðirnir höfðu nær alltaf rétt fyrir sér. Þetta merktu þeir á útliti grænmetisætunnar sem þeim þótti grá, guggin og grönn. 

Við vitum að þetta hljómar eins og andstyggilegir fordómar en staðreyndin er hins vegar sú, að stutt er síðan að mjög erfitt var að vera grænmetiæta Íslandi, auk þess sem næringarþekking var af skornum skammti. Nú hefur sem betur fer allt breyst. Úrvalið og ekki síst gæðin hafa aukist og þekkingin líka. Í þessu kjöt- og mjólkurmiðaða menningarsamfélagi er þó enn margs að gæta. Sérstaklega vilji maður gerast það sem kallað er vegani. Þekking almennings hefur aukist umtalsvert. Einn af þeim sem hefur vakið athygli heimsins á því hvað er að vera vegani er Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann upplýsti í viðtali á CNN fyrir nokkrum misserum að hann væri ekki lengur alæta. Og ekki nóg með að hann hefði gerst grænmetisæta heldur gekk hann enn lengra og skilgreinir sig nú sem vegana.
Margir segja hann aldrei hafa litið betur út. Við erum sama sinnis.

Hvað er vegani?

Grænmetiæta telst vanalega sú sem sleppir kjöti en borðar nokkrar tegundir dýraafurða, eins og egg, ost, jafnvel jógúrt og annað. Á meðan fæði þeirra sem aðhyllast vegan (sem e.t.v. má kalla jurtaætu) snýst um að borða engar afurðir dýra. Ekkert sem hefur augu, segja sumir. Þetta getur verið afar heilsusamlegt að temja sér, tryggi maður hið gullna næringarjafnvægi og viti upp á hár hvað þarf að bæta sér upp.
Hér kemur það sem nauðsynlegt er að hafa í huga:

Prótein

Prótein er okkur lífsnauðsynleg og gegna margskonar mikilvægu hlutverki í líkamanum, m.a. fyrir vöxt og endurnýjun vefja. Hin fullkomnu prótein (þ.e. úr kjöti, fiski, mjólkurvörum og eggjum) eru þau sem innihalda allar átta lífsnauðsynlegu amínósýrurnar sem líkaminn þarf á að halda. Soja, spírulina og kínóa geyma hin fullkomnu prótein en meirihlutinn úr jurtaríkinu gerir það ekki. Því er nauðsynlegt að tryggja sér fullnægjandi gæðaprótein daglega t.d. úr samblandi af belgávöxtum, baunum, korni, hnetum, fræjum og laufmiklu grænmeti. Ef þú nærð ekki að neyta nægjanlegs magn próteina mælum við með því að þú setjir t.d. hrísgrjónaprótein, eða sojaprótein (sem geymir allar átta amínósýrurnar en er nauðsynlegt að hafa ekki erfðabreytt og helst lífrænt) eða hampprótein út í morgunhristinginn eða á grautinn þinn.

Dælið í ykkur járni

Fæða sem inniheldur ónógt magn járns getur dregið úr hæfni rauðu blóðkornanna til að flytja súrefni og það getur haft í för með sér blóðleysi og þreytu. Þetta skiptir höfuðmáli fyrir börn sem eru að vaxa og konur á barnseignaraldri. Auktu járnskammtinn og bættu við C-vítamíni sem hjálpar til við frásogun járns en C-vítamín er, eins og flestir vita, auðvelt að fá úr ávöxtum. Ríkulegt magn járns er að finna í kjúklingabaunum, hveitiklíði, spínati, káli, bökuðum baunum, rauðrófum, mólassa, þurrkuðum fíkjum og apríkósum.

Til viðbótar má benda a blönduna Balanced Iron Complex frá Viridian sem fæst í Systrasamlaginu. Hún inniheldur blöndu af járni, C-vítamíni, B-12 og fólínsýru og virkar fljótt gegn blóðleysi, fótapirringi, er orkugefandi og gefur talsvert af andoxunarefnum. Járnið er bisglýkiante, sem er besta jurtauppsprettan og blandan er alveg vegan og laus við öll leiðindaraukaefni sem truflað geta upptökuna.

B12: týndi hlekkurinn

Annað næringarefni sem skiptir höfuðmáli fyrir heilbrigði rauðu blóðkornanna er B-12 vítamínið. B12 er einnig nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigðu taugakerfi og er jafnvel talið koma í veg fyrir heilahrörnunarsjúkdóma. Þar sem hvorki mjólkurvörur né egg eru hluti af fæðu þeirra sem neyta einskins úr dýraríkinu, er nauðsynlegt að B12 sé neytt daglega í formi bætiefnis. Það er eins og fyrr sagði að finna í Balanced Iron blöndunni en við bendum líka á frábæra blöndu – einnig frá Viridian- sem nefnist High Twelve B-comple B12. Blandan geymir öll B-vítamínin en extra skammt af B12. Frábær samsetning vegna þess að það er þannig er í pottinn búið að öll B-vítamínin vinna saman. Því má alls ekki sleppa hinum B-vítamínunum þótt B12 skammturinn sé stærstur og mikilvægastur í þessu tilliti. Frábær blanda fyrir vegana og ekki síður eldra fólk sem rannsóknir sýna að skortir mjög oft B12.

Hjálp frá sjónum og sólinni: Joð og D-vítamín

Joð er lífsnauðsynlegt fyrir skjaldkirtilinn. Léleg virkni hans getur haft í för með sér deyfð og þyngdaraukningu. Þar sem joð finnst helst í sjávarafurðum eiga veganar og sumar grænmetisætur það á hættu að líða joðskort. Joð er að finna í sjávarþangi, eggjum, mjólkurvörum og bætiefnum unnum úr þara.

Svo er líka nauðsynlegt að grænmetisætur og veganar eyði sem mestum tíma utandyra til þess að fá náttúrulegt D-vítamín í kroppinn en hitt er að flestir Íslendingar, hvað svosem þeir borða, ættu hiklaust að neyta D-vítamíns í formi bætiefnis. Til öryggis ættu grænmetisætur og veganar að taka inn fjölvítamín og steinefni, helst daglega til að tryggja líkamanum nægt magn næringarefna.

Í því samhengi mælum við með þremur blöndum frá Viridian (sem allar eru vegan). Það eru: D3 2000iu sem unnið er úr mjög D-vítamín ríkjum trjásveppi og er auðupptakanlegt í líkamanum, High Five & Mineral Fomula, sem er mjög vinsæl í Bretlandi enda algerlega hrein jurtauppspretta fjölmargra vítamína og steinefna, og hin þriðja sem nefnist Organic Mineral Complex; það er blanda sem í raun allir veganar geta treyst á. Fegurðin í henni er ekki ekki bara fógin í því að þarna eru öll steinefnin lífræn (já, lífrænt sem er mjög sjaldgæft fyrir steinefnablöndur) heldur eru líka að steinefnin eru úr netlulaufum, elftingu, sjávargrænmeti og villtum rauðþörungum. Saman myndar þessi blanda alla steinefnabreiddina sem frásogast eins og best er á kosið. Munið að steinefni eru jafnvel enn nauðsynlegri en vítamín!

Fitusýrurnar – gættu að þeim

Omega 3 og 6 eru lífsnauðsynlegar fitusýrur sem allir þurfa á að halda. Albesta uppspretta omega 3 fitusýra er feitur fiskur. Til viðbótar við ríkulegt magn af omega 6 sem grænmetisætur/veganar fá að jafnaði úr korni (en nauðsynlegt að omega 3 og 6 sé neytt í réttum hlutföllum) ættu grænmetisætur og veganar að huga sérstaklega að omega 3 fitusýrum. Uppspretta omega 3 úr jurtaríkinu eru í hörfræjum, hampi, valhnetum og graskersfræjum. En þar sem olíurnar úr þessum afurðum nýtast líkamanum ekki eins vel og úr dýraríkinu er nauðsynlegt að tryggja að fæðan innihaldi eingöngu holla fitur (og engar transfitusýrur sem t.d. finnast í smjörlíki og meðhöndluðum olíum) ásamt fullnægjandi skammti af vítamínum og steinefnum til þess að tryggja skilvirka umbreytingu þeirra í EPA og DHA.

Við systur mælum sérstaklega með 100% lífrænu Omega 3:6:9 frá Viridian, olíunni sem inniheldur hina fullkomnu sameiningu og er unnin úr hörfræjum, hempfræjum, avacadó, kvöldvorrósarolíu og graskerfræjum. Þær gerast ekki vandaðri, hreinni, betri og lífrænni.

Niðurstaðan: Ef þú ert vegani eða grænmetisæta er þér lífsnauðsynlegt að kunna skil á næringu og heilbrigðu mataræði. Punktur.

Sjá nánar viðtal við Bill Clinton á CNN á slóðinni: http://edition.cnn.com/2011/HEALTH/08/18/bill.clinton.diet.vegan/index.html?hpt=he_t1).

Systrasamlagið á Instagram