Árið 2018 kom út matreiðslubókin Vegan, 7 mínútur í eldhúsinu eftir Émilie Perrin. Þar er að finna fjölbreyttar uppskriftir að veganréttum sem tekur stuttan tíma að útbúa. Uppskriftirnar eru auðveldar og henta vel þeim sem vilja njóta góðrar og hollrar máltíðar án þess að eyða miklum tíma í matseld. Hér birtum við uppskrift af vegan núðlur með jarðhnetusósu úr bókinni, sem ættu að gleðja alla matgæðinga.
Núðlur með jarðhnetusósu
Fyrir einn / eldunartími 10 mín
Hráefni 150 g núðlur án eggja 1 lítill hvítur laukur 1 hvítlauksrif 1 msk. hnetusmjör 2 msk. tamarísósa 1 tsk. púðursykur 1/2 tsk. engiferduft 2 msk. af svörtum sesamfræjum 1 msk. af ósöltuðum, grófmöluðum jarðhnetum 1 msk. sesamolía
Aðferð Vatnið er látið sjóða og núðlurnar eru settar út í það. Meðan þær eru að sjóða er laukurinn skorinn í sneiðar og hvítlaukurinn flysjaður og kraminn. Laukurinn er steiktur upp úr sesamolíu og hvítlauknum bætt út í.
Hnetusmjörið er sett í skál ásamt tamarísósunni, sykrinum og engifernum. Þegar núðlurnar eru soðnar eru þær settar á pönnuna, og sósunni hellt yfir. Öllu hrært vel saman.
Núðlurnar eru bornar fram heitar. Stráið yfir þær sesamfræjum og jarðhnetum.