Veganúar – hvað er nú það?

Snemma á síðasta ári vöktu stjörnur á borð við Beyoncé og Jay Z athygli á vegan lífsstíl þegar þau tóku þátt í „Veganuary“ sem er átak er stuðlar að því að fólk sleppi alfarið dýraafurðum í janúar mánuði.

En færri vita þó að Samtök grænmetisæta á Íslandi hafa staðið að viðburðum og fræðslu vegna veganúar og eru nú þegar mörg hundruð manns búnir að skrá sig í hópinn á facebook og búið er að setja upp sérstaka síðu sem hetir www.veganuar.is þar sem nýjir sem reyndir grænkerar skiptast á ráðum, uppskriftum og peppa hvert annað.

Ég ætla að sjálfsögðu að taka þátt í þessu átaki og er spennt fyrir því, það er kannski ekki sérstaklega erfitt skref fyrir mig sem borða nú þegar voða lítið af dýraafurðum en eftir því sem ég skoða meira af vegan uppskriftum á netinu þeim mun auðveldara finnst mér að sleppa dýraafurðum, það er í raun hægt að gera vegan útgáfu af flestum mat.

Það er mikill misskilningur að veganismi sé einhver megrunarkúr, það er meira segja mjög auðvelt að fitna á vegan matarræði, sérstaklega ef maður skipuleggur máltíðir sínar ekki vel. Til að mynda eru franskar, kartöflur, hrísgrjón, núðlur, hveiti og sykur vegan og við vitum flest að þessar vörur eru ekki sérstaklega góðar fyrir okkur nema í hófi, einnig er margt nammi, snakk, vín og gos vegan og það er hægt að kaupa vegan ís, skyndibita og bakkelsi.

Til að gera minn veganúar aðeins erfiðari þá hef ég ákveðið að fara í „Hreint matarræði“ en það er hreinsun sem dr. Alejandro Junger hefur þróað til að bæta ónæmiskerfi, meltingu og líðan fólks, í stuttu máli þá hefur hann þróað matarræði sem hann mælir með ásamt því að maður á að taka inn hörfræ, eplaedik og ólífuolíu daglega á sérstökum tímum dags og leyfa meltingarfærunum að hvíla sig 12 tíma á sólarhring (t.d. frá 20 á kvöldin til 8 á morgnana).

Algengasta spurning sem grænmetisætur og veganar fá er hvort þeim vanti ekki prótein og séu ekki að fá nóg af næringarefnum. Þessi spurning er oftast byggð á fáfræði því það er að finna prótein í flestu úr plönturíkinu og fáir veganar sem stríða við sérstakan næringaskort, það eina sem veganar geta ekki fengið út matarræði sínu er B12, en það er að finna í kjöti, mold og bakteríum. Veganar þurfa því að taka B12 töflur og ég mæli með því að það er það fyrsta sem þeir sem vilja taka þátt í veganúar fjárfesti í, svo er bara að fara á netið og gúggla allar þessar dásamlegu uppskriftir og plana matseðil fyrirfram svo maður lendi síður á vegg.

Endilega skráið ykkur í hópinn og kynnið ykkur átakið, ég vil einnig benda á kynningarfund fyrir áhugasama sem verður á efri hæð Sólon mánudaginn 4 janúar kl 19:00. Það er frítt á hann og það er ekki verið að reyna selja neinum neitt annað en betra líf fyrir menn og dýr

Allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/1675327952752734/

Tögg úr greininni
, , ,