Veistu hvernig jarðvarmi er nýttur?

Jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun

KOMDU Í HEIMSÓKN Í EINA STÆRSTU JARÐVARMAVIRKJUN Í HEIMI!

Hellisheiðarvirkjun er rétt fyrir utan borgina eða í 25 kílómetra fjarlægð frá miðbænum. Í virkjuninni er fróðleg og spennandi sýning um nýtingu jarðvarma á Íslandi, sem við mælum með að skoða. 

Jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun
Jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun

Þegar þú ekur yfir Hellisheiðina blasir Hellisheiðarvirkjun við á sunnanverðu Hengilsvæðinu þar sem kraftmikilir gufustrókar streyma upp úr jörðinni. Ekki eru allir sem vita að í Hellisheiðarvirkjun er einstaklega áhugaverð sýning sem öllum er velkomið að koma og skoða. Sýningin byggir á margmiðlunartækni, veggspjöldum og kynningum svo gestir geti kynnt sér nýtingu jarðvarma á Íslandi.
Á sýningunni má sjá risavaxnar túrbínur sem eru notaðar í virkjuninni, þar er fjölbreytt steinasafn og sýnt er hvernig lögn sem sér Reykjavík fyrir vatni lítur út. Farið er yfir sögu jarðvarma á Íslandi og hvernig framleiðsluferlið er í Hellisheiðarvirkjun. Að sjálfsögðu tekur starfsfólkið vel á móti þér og svarar öllum spurningum varðandi jarðvarma.

Jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun

Á sama stað er kaffihús þar sem þú getur slakað á og notið góðra veitinga. Þar er einnig verslun með úrvali af gjafavörum og minjagripum, sem eru unnir úr eða með tengingu við íslenska náttúru. Seldar eru vörur sem framleiddar eru úr afurðum jarðhitanýtingar, svo sem Geosilica sem er 100% náttúrulegt kísilsteinefni, unnið úr jarðhitasvæðinu við Hellisheiðarvirkjun og vörur frá Saltverk á Vestfjörðum sem eru framleiddar úr jarðhita.

JARÐHITASÝNING.IS