Vorblaðið okkar er komið til áskrifenda og í verslanir og við erum hæstánægð með útkomuna. Í tölublaðinu var lögð sérstök áhersla á umhverfismál og ræktun eins og venjan hjá okkur er á vorin.
Í þetta sinn tókum við sérstaklega fyrir plastneyslu og skoðuðum leiðir til þess að bæði að minnka hana og endurnýta plastið sem notað er, á nýjan og skapandi hátt.
Í ræktunarkafla blaðsins kennir Jón garðyrkjumaður okkur um ræktun og sögu radísa og aftanblóma auk þess sem við kíkjum í heimsókn í fallegt gróðurhús og vinnustofu í Mosfellsdal. Við förum út fyrir Íslandsstrendur og hittum fyrir íslenskt par sem siglir um heimsins höf og hefur búið á skútu undanfarin misseri. Þá kynnum við okkur minimalískan lífstíl og bætum heilsuna með því að kynna okkur víxlböð, heilsueflandi ferðalög og dekurdaga. Einnig gefur Nanna Rögnvaldar okkur heilsusamlegar og bragðgóðar uppskriftir og við lærum að gera súkkulaði frá grunni svo eitthvað sé nefnt! KAUPA ÁSKRIFT HÉR
Hér er hægt að fletta sýnishorni af blaðinu og ef þér líst vel á er um að gera að smella sér á ÁSKRIFTARTILBOÐIÐ sem gildir til 1. júní, en þá fylgir með áskrift fallegt veggdagatal og tímaritið Krakkalakkar.
Njótið lestursins!
Í boði náttúrunnar