Allar plastumbúðir eru merktar með númeri frá 1-7 sem táknar að þær eru endurvinnanlegar og segir til um efnasamsetningu plastsins.
Almennt er mælt með því að við forðumst plast nr. 3 (pvc), 6 (ps) og 7 þar sem efni í þeim eru talin hættuleg heilsu okkar.
Plast nr. 1 (pet) er talið geta lekið óæskilegum efnum út í drykki eða mat eftir ákveðinn tíma eða við það að hitna, og því er ekki mælt með að slíkar plastumbúðir séu notaðar aftur og aftur.