Endurræktun: sítrónugras

lemongrass

Það er gaman að koma kryddjurtum af stað í eldhúsglugganum. Það gætu verið framandi eða suðrænar kryddjurtir. Ein slík er sítrónugras. Ilmurinn af sítrónugrasi er sterkur og alveg yndislegur.

Sítrónugras er bráðnauðsynlegt í marga austurlenska rétti, sérstaklega þá tælensku. Annað mál sem ekki allir vita er að hægt er að rækta sítrónugrasið í eldhúsglugganum heima hjá þér. Þetta þarf þó svolitla þolinmæði líkt og við marga ræktun.

ÞAÐ SEM ÞARF:

Ferskt sítrónugras úr búð

Krukka með vatni

Mold í potti

Kaupið helst sítrónugras sem hefur svolítinn raka í sér, safaríkt og helst með smá stubb af rót á endunum. Setið það í krukku af vatni út í glugga og bíðið eftir að rætur myndist. Þetta tekur svolítinn tíma, allt að einum mánuði. Setja þarf nýtt vatn reglulega. Þegar ræturnar eru nokkurra sentimetra langar má gróðursetja plöntuna í pott og hafa sem stofublóm. Vökvið vel og hafið pottinn á sólríkum stað. Sítrónugras er stórgert og breiðir úr sér ef því líður vel. Gott er að gefa því áburð reglulega yfir sumartímann. Sítrónugrasið getur stækkað í pottinum, það er hægt að klippa af endunum og nota í te án þess að taka allt grasið upp með rótunum eða skera af því þá endurvex það. Ef sítrónugrasinu líður vel koma á það blóm sem mynda fræ sem er hægt nota til að sá til nýrra plantna.

Hér eru svo nokkrir nýtingarmöguleikar:

http://ibn.is/kraekiberjasaft/

http://ibn.is/jurtate-thin-personulega-galdrablanda/

Góða ræktunarskemmtun.

Dagatal 2017

NÝTT Dagatal fyrir árið 2017 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Skrifað af

María Birna Arnardóttir er líffræðingur með óendanlega mikinn áhuga á plöntum frá öllum sjónarhornum. Hún er garðeigandi, borgarbóndi og náttúruunnandi af lífsnáð. María hefur ásett sér í heilt ár að vera sjálfbær með allt grænmeti og ávexti sem hún borðar. María hefur meðal annars unnið í Lystigarðinum á Akureyri, á Nátturufræðistofnun Íslands og við genarannsóknir á plöntum, mönnum, hverabakteríum, fiskum og ýmsum öðrum dýrum bæði á Íslandi og í Danmörku.

Taktu þátt í umræðunni