Endurræktun: sítrónugras

Það er gaman að koma kryddjurtum af stað í eldhúsglugganum. Það gætu verið framandi eða suðrænar kryddjurtir. Ein slík er sítrónugras. Ilmurinn af sítrónugrasi er sterkur og alveg yndislegur.

Sítrónugras er bráðnauðsynlegt í marga austurlenska rétti, sérstaklega þá tælensku. Annað mál sem ekki allir vita er að hægt er að rækta sítrónugrasið í eldhúsglugganum heima hjá þér. Þetta þarf þó svolitla þolinmæði líkt og við marga ræktun.

ÞAÐ SEM ÞARF:

Ferskt sítrónugras úr búð

Krukka með vatni

Mold í potti

Kaupið helst sítrónugras sem hefur svolítinn raka í sér, safaríkt og helst með smá stubb af rót á endunum. Setið það í krukku af vatni út í glugga og bíðið eftir að rætur myndist. Þetta tekur svolítinn tíma, allt að einum mánuði. Setja þarf nýtt vatn reglulega. Þegar ræturnar eru nokkurra sentimetra langar má gróðursetja plöntuna í pott og hafa sem stofublóm. Vökvið vel og hafið pottinn á sólríkum stað. Sítrónugras er stórgert og breiðir úr sér ef því líður vel. Gott er að gefa því áburð reglulega yfir sumartímann. Sítrónugrasið getur stækkað í pottinum, það er hægt að klippa af endunum og nota í te án þess að taka allt grasið upp með rótunum eða skera af því þá endurvex það. Ef sítrónugrasinu líður vel koma á það blóm sem mynda fræ sem er hægt nota til að sá til nýrra plantna.

Hér eru svo nokkrir nýtingarmöguleikar:

https://ibn.is/kraekiberjasaft/

https://ibn.is/jurtate-thin-personulega-galdrablanda/

Góða ræktunarskemmtun.

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Tögg úr greininni
, , ,
More from María Birna

Taktu þátt í umræðunni