Hugleiðslan mín: Gunný Ísis

Gunný Ísis Magnúsdóttir meistaranemi í þjóðfræði hefur verið viðloðandi ýmsar andlegar iðkanir í átján ár og segir að hugleiðsla hjálpi sér að tengjast innsæinu. Í mánuðinum kemur út heimildarmynd eftir hana um aðra andlega iðkun, svett menninguna á Íslandi. Við hjá Í boði náttúrunnar getum ekki beðið eftir því að sjá myndina enda efnið okkur hugleikið því í nýja vetrarblaðinu fjöllum við einmitt um þessa framandi athöfn. En aftur að hugleiðslu:

Af hverju fórstu upphaflega að hugleiða?

Ég byrjaði að kyrja möntrur fyrir um það bil 18 árum ástæðan var sú þurfti að tengja mig andlega en fram að því hafði ég verið í engum tengslum við mig eða neina andlega leiðsögn.

Hvernig hugleiðir þú og hve lengi í senn?

Það breytist mjög eftir tímabilum hvernig ég hugleiði og hve lengi. Í dag er ég að æfa mig í að hækka meðvitund mína og það geri ég á hverjum degi með því að fylgjast með hugsunum mínum og tilfinningum. Ég reyni að vera meðvituð allann daginn.

Hvar finnst þér best að hugleiða og af hverju?

Mér finnst best að fylgjast með mér í samskiptum við aðra, en ég byrja morgnana á því að tengja mig við andlega leiðsögn með því að draga Mary, Queen of Angels spil (Doreen Virtue) , sem gefur mér innsýn inn í það sem ég einbeiti mér að þann daginn. Jafnframt nota ég appið ást&friður til að tengja mig.

Hvað gerir hugleiðsla fyrir þig?

Hún kemur mér í betri tengsl við sjálfan mig.

Getur þú nefnt dæmi þar sem að hugleiðslan kom sér sérstaklega vel?

Ég get ekki nefnt eitt dæmi sérstaklega en þegar ég hugleiði er innsæið mitt sterkara.

Hverju mælir þú með fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í hugleiðslu?

Finna sína leið til að hugleiða, það er hægt að hugleiða á svo margan hátt, það er enginn ein rétt leið til að hugleiða. Sund getur verið hugleiðsla fyrir einhverja á meðan göngutúr í náttúrunni getur verið það fyrir einhvern annan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.