3 græn smáforrit

skanna

Viltu vita hvaða innihaldsefni eru í snyrti- og hreinlætisvörunum þínum? Þessi þrjú grænu smáforrit hjálpa þér að finna út úr því hversu hrein t.d. kremin þín eru án þess að þú þurfir að læra á innihaldsefnin. Öppin eru ólík en öll eru þau með sjónrænt og einfalt einkunarkerfi. Best er að hafa öll þrjú öppin í símanum, því ef þú finnur ekki vöruna í einu appi þá er hún kannski í hinu.

græn smáforrit

Healthy Living

FRÍTT
Healthy Living smáforritið gerir þig meðvitaðri um eiturefnin sem geta leynst í fæðunni okkar eða kremunum sem við berum á húðina. Þú skannar vöruna og finnur einkunnina sem hún hefur og getur skoðað hvort að varan innihaldi óæskileg efni. Einnig getur þú leitað að ákveðinni tegund vöru og fundið þá sem er með bestu einkunnina. 

healthy living smáforrit

Think Dirty

FRÍTT
Think Dirty smáforritið er svipað Healthy Living og hjálpar þér að skoða innihaldsefnin í húð- og þrifvörum. Þú einfaldlega skannar strikamerki vörunnar og smáforritið sýnir þér efnisþætti hennar og hvort það séu óæskileg efni vörunni. Fyrirtækið er líka með áskriftarleið þar sem þú getur fengið hreinar vörur sendar heim til þín mánaðarlega

think dirty smáforrit
græn smáforrit

Kemiluppen

FRÍTT
Kemiluppen er danskt smáforrit gefið út af dönsku neytendasamtökunum. Húð-, hár- og snyrtivörur eru í forgrunni og er mikið úrval af skandinavískum vörum. Vörurnar eru flokkaðar í A-,B- og C flokka. Flokkað er eftir óæskilegum efnum fyrir líkamann og umhverfisáhrifum. 

kemiluppen smáforrit

Þessi grein er úr vorblaði Lifum betur – í boði náttúrunnar 2021