Kakan sem mátti borða í morgunmat

IMG_9592

Við hjá Í boði náttúrunnar urðum svo hrifnar af þessari að við urðum að segja ykkur frá henni en hún Berglind á Gulur Rauður Grænn og Salt birti hana um daginn. Það er löngu orðið tímabært að birta uppskrift af köku sem bæði nærir og gleður en þá á svo sannarlega við um þessa hráfæðiköku. Hún er stútfull af góðri næringu og inniheldur meðal annars kasjúhnetur, döðlur, ber, kókosvatn og svona mætti lengi telja. Kaka sem má jafnvel borða í morgunmat með góðri lyst og svíkur engan.

IMG_9574

Hráfæðikaka með “súkkulaði”- og jarðaberjafyllingu
“Súkkulaði” fylling
250 g kasjúhnetur
2 bananar
170 g döðlur, steinlausar
60 ml kókosolía, fljótandi
½ tsk vanilludropar
60 ml kókosvatn eða möndlumjólk

Jarðaberjatoppur
300 g berjablanda (t.d. jarðaber og bláber), frosin (ég hafði jarðaberin í meirihluta)
220  ml möndlumjólk eða kókosvatn
1 banani eða 170 g döðlur

  1. Blandið öllum hráefnunum fyrir súkkulaðibotninn saman í matvinnsluvél og maukið vel saman. Setjið súkkulaðiblönduna í form hulið plastfilmu í botninum (það gerir það einfaldara að taka úr forminu). Setjið í frysti.
  2. Gerið jarðaberjafyllinguna með því að blanda öllu saman í matvinnsluvél þar til það er orðið mjúkt. Setjið þá varlega yfir súkkulaðibotninn. Frystið í amk. 2-3 tíma.
  3. Berið fram með með ferskum berjum.

Njótið vel!

 

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni kemur út í lok nóvember. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Skrifað af

Berglind er hjúkrunarfræðingur, rithöfundur og eigandi matarbloggsins Gulur, rauður, grænn og salt. Bloggið er eitt vinsælasta matarblogg landsins og er fullt af frábærum uppskriftum. Fyrsta bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera hefur einnig aldeilis slegið í gegn!

Taktu þátt í umræðunni