Lúxus hafragrautur með bananamjólk

Að byrja daginn vel með hollum og góðum morgunverði er lykilatriði. Þessi lúxus hafragrautur er stútfullur af næringu og mun gefa þér góða orku í morgunsárið og inn í daginn.

Hafragrautur

1 bolli hafrar
1/4 bolli þurrkuð mórber
1 3/4 bolli vatn
1 bolli vökvi (vatn/möndlu- eða haframjólk)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk salt

1/2 bolli Hindber (ef þið notið frosið leyfið að þiðna)

1.Setjið hafra, vökva og mórber í pott. Leyfið suðu að koma upp, lokið pottinum og lækkið undir hellunni. Leyfið að malla í 5-10 mín. Hrærið þá vanillu og salti saman við.

2.Maukið hindber í sultu og setjið yfir grautinn ásamt rjóma eða rjóma að vali. Hrærið örlítið samanvið og berið fram með mórberjum og ferskum bláberjum. Njótið sem lúxusmorgunverð.

Hollráð: Setjið hafra og vökva í pott nóttina áður, þá er grauturinn fyrr að eldast.

Bananamjólk

1 bolli vatn
1/2 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst eða yfirnóttu
1 frosinn banani
4 dropar stevia án bragðefna eða með vanillu
1/2 tsk vanilluduft

1.Kvöldið áður: Sneiðið banana og setjið í frysti í plastboxi eða poka. Setjið kasjúhnetur í bleyti í skál og leyfið að standa yfir nótt.

2.Um morguninn eða kvöldið eftir: Hellið vatninu af hnetunum og skolið örlítið. Setjið í blandara ásamt rest af innihaldsefnum og vinnið þar til silkimjúkt.

3.Smakkið og bætið steviu eða vanillu eftir þörfum. Geymist í glerkrukku í kæli í allt að 3-5 dögum.

Bananamjólkin er einnig góð sem millimál með Banana Orkustöngum.

Smelltu hér fyrir ókeypis uppskriftir, innkaupalista og fróðleik! -> http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Skrifað af

Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður heilsu- og markþjálfi og stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar konum og hjónum að léttast, og auka orku. Sækja má uppskriftir af hrákökum og sætum molum frá Júlíu með ókeypis rafbók hennar. Júlía byrjaði ferðalag sitt að bættri líðan og heilsu þegar hún fann sig ráðþrota í hvernig hún gæti unnið bug á meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi. Með lífsstílsbreytingu og breyttu mataræði náði hún bata á þessum kvillum og hefur í dag hjálpað hundruðum einstaklinga að ná sinni óskaþyngd og skapa vellíðan og heilsu með 5 daga matarhreinsun, Lífstíllsþjálfun, ókeypis sykurlausum áskorunum og vikulegu heilsubloggi. Júlía vinnur einnig að uppskriftabók sem kemur út 2016.

Taktu þátt í umræðunni