Útvarp : Í boði náttúrunnar – NR 1.

 

Það vita það kannski ekki margir en Í boði náttúrunnar var útvarpsþáttur um matjurtarækt og sjálfbærni áður en tímaritið Í boði náttúrunnar fæddist. Þá hlupum við hjónin á milli húsgarða og heimsóttum fólk sem var að gera áhugaverða hluti í matjurtarækt og drukkum í okkur fróðleik, enda kunnum við ekkert að rækta. Þátturinn naut mikilla vinsælda á meðal hlustenda á Rás 1 og vorum við með hann í þrjú sumur eða þangað til við gátum ekki haldið úti bæði tímariti og útvarpsþætti. Hér er allra fyrsti útvarpsþáttur okkar hjóna og líklega einn eftirminnanlegasti í framleiðslu þar sem við kunnum ekkert í útvarpsþáttagerð frekar en í matjurtarækt!

Í þessum fyrsta þætti fræðumst við um helstu grunnatriðin í matjurtarrækt sem hjálpa okkur að byrja! Við fórum á námskeið í matjurtarrækt hjá Auði Jónsdóttur garðyrkjufræðingi í Landbúnaðarháskólanum, heimsóttum Dísu Andermann sem var að forsá í stóru gróðuhúsi í Mosfellsdal og kíktum svo í heimsókn til Sigríðar Þóru Árdal en hún ákvað að hefja matjurtarrækt í bakgarði sínum án leiðsagnar, bara demdi sér í það!

Njóttu vel!

Guðbjörg og Dísa að sá

Dísa Anderiman kennir Guðbjörgu að sá.

Sigríður Þóra Árdal og Bergsteinn

Sigríður þóra Árdal og Bergsteinn Björgúlfsson við hringlaga matjurtagarðinn.

HandPicked Reykjavik bókin

Er komin út og fæst í helstu bókabúðum skoða nánar

safnaðu tímaritinu

Eldri blöð kosta einungis 850 kr. Skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Tögg úr greininni
, , ,
Skrifað af

Guðbjörg er eigandi útgáfunnar Í boði náttúrunnar og ritstýra og auglýsingastjóri tímaritsins. Útgáfan gefur einnig út HandPicked Iceland, bæklinga fyrir ferðamenn í leita að staðbundinni upplifun ásamt því að standa fyrir viðburðinum Friðsæld í febrúar - Hugleiðsla fyrir alla. Guðbjörg er með mastersgráðu í grafískri hönnun frá Pratt Institute, NY, og hefur starfað við hönnun og kennslu bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum frá 1997. Guðbjörg gaf út matreiðslubókina „Hristist fyrir notkun“ árið 2003 og starfaði sem framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs frá 2005 til 2007 og kom m.a. að stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands.