Heimildarmyndin: We the tiny house people

Þegar við fáum stund á milli stríða eigum við það til að horfa á eitthvað sem krefst einskis af okkur frekar en að nýta stundina til þess að eflast og læra eitthvað nýtt. Til er aragrúi af fróðlegum heimildarmyndum um grænan og heilbrigðan lífstíl sem veita manni innblástur til þess að gera bæði litlar og stórar breytingar á eigin lífstíl og hugafari. Vikulega munum við hjá Í boði náttúrunnar mæla með heimildarmynd eða bók sem er að okkar skapi og í þetta sinn er það áhugaverð mynd sem fjallar hýbýli manna á vesturlöndum og veltir upp spurningum um hversu mikið af plássi og hlutum við raunverulega þurfum.

Þurfum við allt þetta pláss?

We the tiny house people er frábær heimildarmynd um ólíkt fólk sem á það sameiginlegt að það er að leita af einfaldara lífi, meiri sjálfbærni og hamingju með því að minnka við sig og búa til heimili sitt í bílskúr, verkfæraskúr, bát eða jafnvel helli!

Leikstjóri myndarinnar Kirsten Dirksen segir sjálf að hún hafi viljað fræðast um af hverju fólk vildi búa í litlum rýmum og hvaða kosti það hefði:

„I continue to be impressed by how so many Tiny House People have been able to let go of their stuff and not despite, but because of this, find a certain calm. This very Buddhist/Gandhian/Stoic concept of non-attachment as a path to happiness is hardly new. Over 2 millennia ago Socrates counseled: The secret of happiness, you see, is not found in seeking more, but in developing the capacity to enjoy less.“

Tögg úr greininni
, ,