Heimildarmyndin: Jane´s Journey

Heimildarmynd vikunnar er um ævi og störf Jane Goodall og kallast Jane´s Journey. Jane er fædd 1934 og fluttist ung til Afríku til þess að fylgjast með hegðun villtra simpansa og skrifa bækur og skýrslur um niðurstöður sínar. Hún er talinn einn mesti sérfræðingur um simpansa í heimi, enda rannsakaði hún þá í 45 ár. Jane hefur einnig barist ötullega fyrir velferð dýra, manna og náttúrunnar svo áratugum skiptir. Hún hefur unnið til ótal verðlauna, skrifað fjölmargar bækur um málefnið og heldur enn, á níræðisaldri, fyrirlestra víða um heim til að dreifa von um betri veröld fyrir dýr og menn.

Heimildarmynd sem veitir innblástur og er sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á dýra- og náttúruvernd.

Hægt er að leigja hana í itunes (smelltu á view in itunes og þú getur leigt hana á 4 dollara)

Tögg úr greininni
,