10 ástæður til að drekka kefir

Kefir og þarmaflóran

Það eru tíu sinnum fleiri bakteríur í líkamanum en frumur. Meirihluti þeirra eru góðar bakteríur sem eru í þörmunum. Því er mikilvægt að halda bakteríuflóru þarmanna í jafnvægi, enda oft talað um að þarmarnir séu „umferðarmiðstöð líkamans“. Þeir stýra upptöku á næringu líkamans og rannsóknir hafa sýnt að heilbrigð þarmaflóra er lykill að góðri andlegri og líkamlegri heilsu.

Sykur, hveiti, sýklalyf, mengun og ýmislegt annað getur gert það að verkum að jafnvægið á milli góðra og slæmra baktería raskast. Hægt er að bæta ástandið og viðhalda góðri þarmaflóru með því að taka inn góðgerla. Þá má taka í töfluformi eða neyta matar sem inniheldur mikið af góðgerlum.

Nýverið bættist kefir frá Mjólku við úrval góðra matvæla á Íslandi. Kefir er drykkur sem á sér langa sögu en hefur aldrei áður verið framleiddur hér heima. Í drykknum eru 14 ólíkar tegundir góðgerla. Einn þeirra er alveg einstakur en hann nefnist Lactobacillus Kefiri og vinnur gegn mörgum skaðlegum bakteríum, nægir þar að nefna E.Coli.

Kefir er unninn úr kúamjólk og er í sömu fjölskyldu og önnur gerjuð matvæli á borð við sýrt kál (sauerkraut), kambucha og kimchi, sem innihalda mikið magn góðgerla. Kefir hefur margsannað virkni sína en það kemur skýrt fram í áhugaverðri tilraun sem gerð var í sjónvarpsþættinum vinsæla sem var á RÚV Treystið lækninum (Ask the Doctor)

10 ástæður til að drekka kefir

 1. Góðgerlar og ensím í kefir bæta meltingu, gera hægðir þéttari og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru.
 2. Styrkir ónæmiskerfið.
 3. Getur dregið úr ýmsum ofnæmiseinkennum.
 4. Er náttúrleg sýklavörn gegn E.Coli, salmonellu og h-pylori.
 5. Er með meira magn af góðgerlum en flestir góðgerlar sem eru í töfluformi eða í öðrum jógúrtvörum.
 6. Inniheldur vítamín (B12 og K2), steinefni (kalk, magnesíum), ensím og amínósýrur.
 7. Eykur framleiðslu á seratónín sem kallast gleðihormón og er því gott fyrir skapið.
 8. Bætir prótíngæðin í mjólkinni og hjálpar við uppbyggingu vöðva.
 9. Bætir beinheilsu.
 10. Í kefir eru fjölsykrur sem nefnast kefiran, sem rannsóknir hafa sýnt fram á að vinni gegn candita sveppasýkingum, sem margir eru að kljást við.

Kefir fæst nú í fimm útgáfum:

 • Hreinn kefir
 • Kaffikefir
 • Jarðarberjakefir
 • Bláberjakefir
 • Kefir með blönduðum berjum

Tegundirnar með jarðaberja- og bláberjabragði innihalda viðbættan ávaxtasykur (berjakonsentrat). Tegundirnar með kaffi og blönduðum berjum innihalda, auk bragðefnanna, agavesíróp sem gerir þá drykki ögn sætari en hina. Má taka það fram að notuð eru íslensk bláber í bláberjadrykkinn.

Notkun kefirs

Til að kanna áhrifin er best að taka kefir daglega í 2-3 vikur. Það getur verið gott að nota kefir á mismunandi hátt. Það má til dæmis:

 • Drekka glas eða lítið staup á dag og nota eins og hverja aðra drykkjarjógúrt
 • Borða sem morgunmat með múslí
 • Setja út í smoothy
 • Nota í brauðbakstur
 • Drekka sem millimál með ferskum ávöxtum
 • Nota í salatdressingu (sjá uppskrift hér fyrir neðan)

Við hjá Í boði náttúrunnar höfum tekið þessari nýju vöru fagnandi og er hún iðulega á borðum í hádeginu hjá okkur, annað hvort til að drekka fyrir matinn svo meltingin verði góð, út á salatið (sjá uppskrift) eða út í súpur í staðinn fyrir sýrðan rjóma. Einnig er gott og saðsamt að hafa kefir sem millimál. Þess vegna eigum við alltaf flösku af kefir í ísskápnum.

Salatsósa með kefir frá MJÓLKU

1/2 flaska (125 ml) af hreinum kefir
40 ml ólífuolía
40 ml edik
2 tsk.  hreint hlynsýróp / önnur sæta
1,5 tsk. dijon sinnep
1 tsk. salt

Einnig má bragðbæta með kryddum eins og pipar, túrmeriki, karrýi o.fl. 
Allt er sett saman í eina skál eða krukku með loki. Hrært eða hrist saman.

Orðið kefir er komið af tyrkneska orðinu „keif” sem þýðir góð líðan eða vellíðan.