9. Gerviilm- og litarefni
Ilmefni í hárvörum (fragrance eða perfume) innihalda oft fjölda efna sem ekki þarf að taka fram. Ef ilmurinn afturámóti kemur frá náttúrulegum ilmkjarnaolíum (essential oils) þá er það tekið fram. Benda má á að sumir eru samt með ofnæmi fyrir slíkum olíum. Sum innihaldsefni í gerviilmefnum geta truflað æxlunarkerfi auk þess að valda krabbameini og ýmisskonar ofnæmi og þá komast þau einnig í brjóstamjólk. Að auki geta þau valdið pirringi í höfuðleðri og hárlosi. Alltaf ætti að halda gerviilmum frá ungum börnum.
Gervilitarefni eru í flestum sjampóum og næringum til að þau líti betur út. Þessir litir geta innihaldið meðal annars bensín og kolatjöru sem geta valdið ýmsum skaða enda eru margir þeirra bannaðir í ýmsum löndum. Litarefnin kallast yfirleitt númeraröðum sem byrja á FD&C eða D&C.