16 hlutir sem ofurnæmir gera öðruvísi en aðrir

Eins og fram kom í grein minni um ofurnæmt fólk þá eru þannig einstaklingar algengari en við höldum og er talið að 15 – 20% af mannkyninu séu ofurnæmir einstaklingar eða ,,a higly sensitive person”. Því er áhugavert að skoða hvað þessir einstaklingar gera öðruvísi en hinir sem ekki eru svona ofurnæmir.

Hér á eftir eru nokkur atriði sem ég hef tekið saman frá ýmsum heimildum um hvað það er sem ofurnæmt fólk gerir öðruvísi:

 1. Þau eru líklegri til þess að þjást af þunglyndi og kvíða. Þetta getur verið neikvæðasti þátturinn við að vera ofurnæmur. Auðvitað getur þunglyndi og kvíði verið genatengt, en að finna djúpt fyrir öllu getur auðvitað verið bölvun og blessun. Því miður finna ofurnæmir einstaklingar ekki bara djúpt fyrir því fallega og góða heldur líka erfiðleikunum og sársaukanum sem fylgir lífinu þeirra og annarra.
 2. Þessir einstaklingar taka vel eftir umhverfi sínu og því fer fátt framhjá þeim, því má segja að þeir séu smámunasamir og útsjónasamir, taka einstaklega vel eftir öllum smáatriðum.
 3. Fólk á það til að laðast að þeim sem eru viðkvæmir, ofurnæmir einstaklingar eru því nokkurs konar seglar fyrir fólk, fólk dregst auðveldlega að þeim. Fólk á það mikið til að tala um vandamál sín við þá, kannski hefur það eitthvað með það að gera hversu tengdir tilfinningum annarra þeir eru og það hvernig öðru fólki líður almennt.
 4. Að hlusta á aðra fer hönd í hönd við að gefa öðrum ráð. Ofurnæmt fólk er svo tengt orku annarra, á auðvelt með að lesa aðra og finnur því þar af leiðandi mikla samkennd með öðrum – þess vegna leitar fólk oft ráða hjá þeim, það hefur áhuga á þeirra sjónarhorni og næmni.
 5. Dýr virðast laðast að viðkvæmu fólki. Dýr skynja dýpt þeirra í kærleika og samkennd, þess vegna dragast þau að fólki sem er umhugað um allar lífverur: Þau munu elska og hugsa betur um dýr en nokkur annar. Dýr skynja þetta.
 6. Það er mjög erfitt að ljúga að ofurnæmu fólki, því þau eiga svo auðvelt með að lesa aðra, þau sjá strax í gegnum það. Þessi eiginleiki kemur sér vel í t.d. póker eða í starfi sem ráðgjafi.
 7. Útaf þeirra sterka innsæi, samkennd og sterka auga fyrir smáatriðum eiga þessir einstaklingar auðvelt með að finna sársauka annarra. Kannski ekki bókstaflega, en þeim er umhugað um velferð annarra (sérstaklega ef það er einhver nákominn) þannig að ef einhver er særður eða í uppnámi þá hefur það sterk áhrif. Þegar ofurnæmur einstaklingur segir ,,ég skil hvernig þér líður” þá er það mjög líklega sannleikurinn.
 8. Þeir elska af mikilli ástríðu. Ofurnæmt fólk elskar með hverri einustu frumu í líkamanum, hvort sem það sé fjölskyldumeðlimur, vinatengsl eða af rómantískum toga.
 9. Vandamál heimsins hafa sterk áhrif á þessa einstaklinga og virkilega hreyfa við hjartanu þeirra og magna upp kvíðann og áhyggjurnar.
 10. Þessir einstaklingar eru vel tengdir líkamanum sínum og finna sterk skilaboð ef eitthvað er í ójafnvægi. Því leita þessir einstaklingar oft í jóga og tai chi til að rækta líkamann sinn og hallast að hreinu mataræði eða “clean eating” lífstíl.
 11. Þeir forðast ágreining. Þeir upplifa líkamleg einkenni af vanlíðan þegar neikvæð orka líkt og rifrildi og reiði er í kringum þá.
 12. Þetta fólk ræður illa við að vera í margmenni líkt og í : verslunarmiðstöðvum, íþróttaviðburðum, flugvöllum eða á öðrum fjölmennum opinberum stöðum, fullum af alls konar fólki. Þeim líður eins og þeir séu að kafna og geta ekki beðið eftir að komast í frið og ró.
 13. Þessir einstaklingar eiga það til að taka upp líkamleg einkenni annarra. Ef einhver er veikur eða í þungri orku líkt og þunglyndi þá eiga þessir einstaklingar það oft til að finna það sama og eiginlega bara smitast.
 14. Upplifa oft síþreytu. Þar sem þessir einstaklingar eru ótrúlega næmir fyrir orku annarra og því getur tekið á að eiga í samskiptum við aðra, sérstaklega orkusugur. Því upplifa ofurnæmir einstaklingar reglulega síþreytu. Þar sem þeim líður eins og þeir eigi enga orku eftir.
 15. Þeim líkar ekki við fólk sem þjáist af sjálfsdýrkun (narcissists) og getur einfaldlega ekki skilið hvernig þau geta sett sjálfan sig í öllum tilfellum fram fyrir aðra og geta ekki sett sig í spor annarra. Þegar ofurnæmir einstaklingar umgangast fólk sem þjáist af sjálfsdýrkun þá fara þeir að efast um sjálfan sig og velta því jafnvel fyrir sér að það sé kannski eitthvað að þeim, að þeir kannski þjáist af tilfinningalegri röskun. 
 16. Ofurnæmu fólki leiðist auðveldlega og því þarf það að fókusa á vinnu og áhugamál sem örva þeirra sköpunargáfu og ástríðu.

Mikilvægt er að hafa í huga að nota þessa ofurnæmni sjálfum sér og öðrum til góðs. Muna að vernda sig, passa upp á áreitin í nærumhverfinu og stjórna því sem þú getur stjórnað þannig að það hafi jákvæð áhrif á þína líðan. Gott er að lágmarka samskipti við orkusugur og að vera ánægð/ur með sína viðkvæmni fyrir reiði, sársauka og ofbeldi þótt að það sé kannski ekki endilega samfélagslega samþykkt. Mundu að þú ert ekki ein/nn því fimmtungur af fólki í heiminum skilur þig fullkomlega og kann virkilega að meta þessi sérstöku persónuleikaeinkenni. Fólk sem er ekki ofurnæmt getur tekið tillit til þín og metið þína eiginleika ef þú deilir þessum upplýsingum með þeim og útskýrir hvað það er sem þú þarft og hvernig þér líður. Það er í gegnum gagnvæman skilning að ofurnæmir og þeir sem eru ekki ofurnæmir geta lifað og unnið saman í þessum heimi á stuðningsríkan og uppbyggilega máta.

Heimildir :

http://liveboldandbloom.com/08/self-improvement/empath-traits-of-highly-sensitive-person

Bókin: The Highly Sensitive Person: How to Thrive When the World Overwhelms You eftir Elaine N. Aros.

Tögg úr greininni
, , ,

1 athugasemd

 • Ég féll algjörlega undir þessa greiningu fyrir sirka 10 árum. Þegar ég síðan fór að vinna í sjálfri mér sá ég að mikið af minni ofurnæmni átti rætur sínar að rekja til mikillar meðvirkni .Sem ég hafði þróað með mér frá blautu barnsbeini sökum aðstæðna. Að vera sífelt á verði og lesa í aðstæður osfrv …Vissulega ER ég mjög næm og fljót að lesa fólk og átta mig á líðan þeirra osfrv. Og sannarlega laðaði ég ávalt að mér fólk eins og þið talið um í greininni. Og það gat oft á tíðum orðið vægt til orða tekið erfitt. Að vera alltaf meira og minna með fólk á öxlunum og eða í símanum svo fátt eitt sé nefnt. Ekki síst vegnaþess að ég var fljót að skynja hvernig þeim leið og mér fór að líða eins og þeim. En eftir að ég tók markvisst á minni meðvirkni sem ég var búin að þróa með mér í tæpa hálfa öld áður en ég áttaði mig á að þetta væri ekki eðlilegt. Þá hefur allt breist. ‘I dag á ég mikla samkennd með náunga mínum. Og vegna mikillar reynslu á ótal sviðum þá á ég líka mikinn skilning. Og margir leita til mín og það gefur mér helling að geta verið til staðar, deilt reynslu minni osfrv..En ég er hætt að taka inná mig vanlíðan þeirra. Ég finn til með viðkomandi oft af öllu hjarta en mér líður ekki lengur nkl eins og þeim. Hér á árum áður þá tók þessi næmni/líðan alltof stórann toll af mér. Þannig í dag fá þeir sem leita til mín mögulega einhverja hjálp í gegnum mig í staðin fyrir að ég fari alveg inní þeirra líðan sem oftast hjálpar lítið. Nema rétt á meðan viðkomandi finnur létti við að geta talað við einhvern sem skilur/líður eins og honum/henni. Ég stóðst ekki mátið að kommenta þar sem þetta efni er mér mjög hugleikið.
  Kærleikskveðja Sessa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.