6. orkustöðin – Hinn íslenski innsæisdrykkur

Skyggnigáfan í bláma íslenkrar náttúru.

Hinn íslenski innsæisdrykkur, sem er eins og sniðin að sjöttu orkustöðunni og sjötta skilningavitinu, er aðalbláberjaþeytingur með krækiberjum, blóðbergi og birkisírópi.

Þekkt er að lúten í aðalbláberjum vinnur gegn augnsjúkdómum tengdum sjónhimnu, háum blóðþrýstingi og sykursýki, krækiberin gagnast gegn blóðleysi og styrkja hjarta- og æðakerfi, blóðberg er töfrandi og hreinsandi og gott gegn kvefi og birkisíróp vatnslosandi og græðandi. Og svo má ekki gleyma því að sæta er okkur lífsnauðsynleg og eflir innsæið. Eins og sjá má á þessarri samsetningu er margt í drykknum sem er ekki bara gefandi heldur einnig hreinsandi og það eflir líka innsæð. Oft er líka minnst á það í fornum fræðum að kaffi, te og súkkulaði örvi innsæið. Þannig að má vel mæla með íslenska innsæisdrykknum fyrir mat og kaffi/ tei og súkkulaði eftir mat.

Ef við nærum ekki þessa mikilvægu orkustöð fallega, stíflar það innsæi okkar og vitsmunalega getu og við höfum bara áhuga á efnisheiminum. Starfsemi ennisstöðvarinnar er tengd heiladingli og okkar eilífu þekkingarleit. Það er því ekki að ástæðulausu að unga kynslóðin sem nú stendur í stanslauri þekkingaleit á víðari sviðum en áður þekkist sé kölluð Indígó kynslóðin.

Uppskrift:

1 bolli frosin eða fersk bláber

½ bolli frosin krækiber

1 tsk blóðberg

1 msk birkisíróp, eða meira eftir smekk.

Blandið öllu kröftuglega saman. Það er betra að hafa frosin ber, þá líkist þessi drykkur meira krapi eða ís. Sumum kann að finnast hann of þykkur. Ef svo er má bæta við ½ bolla af vatni, eða kókosvatni og ef til vill ögn meira af birkisírópi.

Skyggnigáfan er geymd í Indígó orkustöðunni. Stífla í ennisstöð getur komið fram sem höfuðverkur eða sjóntruflanir. Besta ráðið til virkja ennisstöð er dagleg hugleiðsla.


Ljósmyndin er úr bók Áslaugar Snorradóttur Íslensk ofurfæða villt og tamin.