Hreyfing! 6 ráð til að koma sér af stað

Líkt og þú ákveður hvað er í matinn þá þarftu einnig að ákveða hvar, hvernig og hvenær þú ætlar að hreyfa þig. Algengasta afsökunin sem við notum er „ég hef ekki tíma í þetta“. Það er ábyggilega eitthvað til í því, en í sannleika sagt eru flestir mjög uppteknir, líka þeir sem hreyfa sig reglulega. Stundum erum við ekki að nýta tímann eins vel og við gætum, eða við erum að forgangsraða svo að það hallar á heilsu okkar og vellíðan. Gott skipulag hjálpar til við að skapa nýjar venjur auk þess sem það gefur okkur þann tíma sem vantaði til reglulegrar hreyfingar. Hér eru nokkur góð ráð sem gætu hjálpað til við að koma þér af stað:

  1. SKRIFAÐU TÍMANN NIÐUR.  Þegar þú ert að fara til læknis eða á fund þá nærðu alltaf að mæta ekki satt? Það er af því að þú ákveður það, tekur það alvarlega og setur það inn í dagskrána. Hreyfing á skilið sömu virðingu. Skrifaðu hjá þér hvers konar hreyfingu þú ætlar að gera og hvenær fram í tímann.
  2. TAKTU SAMAN ÍÞRÓTTAFÖTIN. Ef ætlunin er að hreyfa sig snemma á morgnanna þá má ekki vera nein hindrun í vegi sem gæti orðið að afsökun til að fara ekki. Settu í íþróttatösku eða leggðu fram íþróttafötin og ALLT sem þú þarft í hreyfinguna þína, fyrir og eftir. Ákveddu daginn áður í hvað þú ætlar eftir ræktina svo að það taki ekki frá þér tíma um morguninn.
  3. SETTU TÓNLIST Á SÍMANN. Hafðu einhverja tónlist eða podcast á símanum/ipodinum sem þú hlakkar til að hlusta á.
  4. BÚÐU TIL SNYRTITÖSKU BARA FYRIR RÆKTINA. Ef þú ætlar að færa allt snyrtidótið á milli baðherbergisins og ræktarinnar daglega þá mun alltaf eitthvað gleymast. Kauptu lítil ferðasett þar sem þú getur fyllt á og tekið með allt sem þú notar þegar þú ferð í sturtu. Þú átt ábyggilega einnig til tvennt af einhverju, geymdu þá eitt heima og eitt í íþróttartöskunni.
  5. SETTU AUKA NÆRFÖT Í TÖSKUNA. Það er auðveldast að gleyma þessu og því um að gera að setja nokkur hrein aukasett í töskuna.
  6. GERÐU MATINN TILBÚINN. Ef þú ætlar snemma að morgni á æfingu þá er betra að morgunmaturinn sé tilbúinn. Búðu til næringarríkan smoothie kvöldið áður. Ef þú ætlar seinnipartinn í ræktina vertu þá með möndlur eða ávöxt með þér í nesti, ef þú finnur fyrir hungri stuttu fyrir æfingu.

Gangi þér vel og gleðilegan Meistaramánuð!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.