Safnarinn með rauða varalitinn

Áslaug Snorradóttir er brautryðjandi í sjónrænni matargerð þar sem matur og myndlist mætast. Í meðferð Áslaugar verða fiskhausar að fögrum skúlptúrum. Litir springa út í blómstrandi salötum. Regnbogakökur geyma ósk í hverjum bita.

Texti Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Myndir María Kjartansdóttir og einkasafn
Greinin birtist fyrst í tímaritinu FÆÐA-FOOD Í boði náttúrunnar. Kauptu eintak HÉR

Það er grámóskulegur mánudagur þegar ég mæli mér mót við Áslaugu á heimili hennar í austurhluta Reykjavíkur. Hún tekur hlýlega á móti mér eins og aldagamalli vinkonu, klædd kóngabláum silkisatínnáttfötum, með dökk sólgleraugu og eldrauðan varalit. Sloppurinn er þétt vafinn um mittið og íþróttaskórnir skærbleikir. Í klæðaburði hennar endurspeglast sá afgerandi og persónulegi stíll sem einkennir öll hennar verkefni.

Áslaug skapar ekki rétti heldur sjónrænar upplifanir og er óhætt að segja að hún sé matarlistamaður sem fer ótroðnar slóðir. Hún hefur gefið út fjölda bóka um mat og matarmenningu. Hún hefur einnig haldið úti kaffihúsum, skemmtanarýmum og veisluþjónustu. Auk þess var hún annar stjórnenda matreiðsluþáttarins „Fagur fiskur“ á Ríkissjónvarpinu. Í nýjustu bók sinni, Íslensk ofurfæða – villt og tamin, beinir hún sjónum að nægtaborði Íslands og töfrar fram fallegan og næringarríkan mat úr nærumhverfinu. Í bókinni býður Áslaug lesendum með sér í ferðalag um Ísland; ferðalag sem hefst á orðunum „Skál fyrir lífsgleðinni!“ Viðeigandi upphaf sem lýsir lífssýn Áslaugar vel.

DSC_9445

Perlan á malbikinu

Þegar ég kem spyr Áslaug mig strax hvort ég vilji fara með henni í smá gönguferð. Hún þurfi að tína hansarósir fyrir skreytingar. Ég jánka því auðvitað og við röltum yfir Sæbrautina. Í þungum umferðarniði spjöllum við um jurtagarða á þaki, berar iljar á grasi og franskar hurðir. Á bak við bensínstöð finnum við svo perlu í malbikaðri eyðimörkinni – stærðarinnar runna með dökkbleikum hansarósum!

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA TIL AÐ LESA ALLA GREININA

LESTU ALLT VIÐTALIÐ

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.