Dreifðu góðri orku

HEKLA + LIFUM BETUR

Bílaumboðið Hekla býður upp á fjölbreytt úrval vistvænna bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Allt frá hreinum rafbílum, tengiltvinnbílum eða metanbílum. Halldóra Anna Hagalín, markaðsstjóri Heklu, svarar nokkrum algengum spurningum sem hún fær gjarnan frá fólki sem er að leita að vistvænum bíl.

Hvað hafa rafbílar fram yfir hefðbundna bíla?

Rafbíll gengur eingöngu fyrir rafmagni. Fyrir notandann eru rafbílar jafn auðveldir og þægilegir í notkun eins og hefðbundnir jarðefnaeldsneytisbílar og eru í raun auðveldari í allri notkun! Fyrir utan það að vera mun umhverfisvænni og að ganga fyrir hreinni íslenskri orku, sem er jú endurnýtanleg, þá hafa rafbílar fleiri mikilvæga kosti fram yfir bensín- og dísilbíla. Eldsneytiskostnaðurinn er mun lægri sem og viðhaldskostnaðurinn. Síðastliðin ár hefur tækni í rafbílum tekið stakkaskiptum og er drægni þeirra sífellt að aukast. Rafbílar eru orðnir raunhæfur möguleiki fyrir þá sem ekki gefst kostur á að hafa hleðslutæki heima við, sem við mælum þó með, og fyrir þá sem vilja geta ferðast um landið án þess að hafa áhyggjur af hleðslunni. Hleðslustöðvum hefur fjölgað gríðarlega hringinn í kringum landið og rafmögnuð ferðalög eru líklega þau allra bestu. Svo fer rafbílum sífellt fjölgandi og er hægt að fá þá í öllum stærðum og gerðum. Við hjá Heklu  bjóðum t.d. upp á fjóra hreina rafbíla, Audi e-tron sem er sportjeppi, Volkswagen ID.3 sem er nettur fjölskyldubíll, e-up sem er smábíll og svo var Volkswagen ID.4 að lenda hjá okkur á dögunum en hann er fullvaxinn fjölskyldubíll. Flestir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá eru meðal annars Skoda Enyaq og Audi Q4 á leiðinni til okkar ásamt fleiri molum á næstu mánuðum en þeir eru viðbót í flokki stærri fjölskyldubíla og bíðum við þeirra með eftirvæntingu.

Meðalmanneskjan í umferðinni á Reykjavík ekur ekki nema 35 kílómetra á dag sem er minna en rafmagnsdrægni flestra tengiltvinnbíla sem Hekla býður upp á. Það þýðir að rafmagnið dugar fyrir allan daglegan akstur

Hver er kosturinn við tvinnbíl?

Tengiltvinnbílar eru tvíorkubílar og ganga bæði fyrir rafmagni og hægt er að stinga þeim í samband við hreina íslenska orku, ásamt því að nota annaðhvort bensín eða dísilolíu. Tengiltvinnbílar (plug in hybrid) eru gott fyrsta skref fyrir þá sem vilja skipta yfir í rafmagnsbíl en eru mikið í langkeyrslu inn á milli eða treysta sér ekki til að fara beint í hreinan rafbíl. Meðalmanneskjan í umferðinni í Reykjavík ekur ekki nema um 35 kílómetra á dag, sem er minna en rafmagnsdrægni flestra tengiltvinnbíla sem Hekla býður upp á. Það þýðir að fyrir marga dugar rafmagnið fyrir allan daglegan akstur en þegar farið er í lengri ferðir þá notast bíllinn við bensín– eða dísilvél. Það besta úr báðum heimum. Við eigum allmarga tengiltvinnbíla hjá Heklu og þeim fer fjölgandi. Síðastliðin fimm ár hefur hinn fjórhjóladrifni Mitsubishi Outlander phev verið vinsælasti tengiltvinnbíll landsins. Audi býður upp á nokkra bíla í tengiltvinnútgáfum, A3 e-TFSI e, Q5 TFSI e og Q7 TFSI e, sem hétu áður e-tron. Skoda kynnti Superb iV á nýliðnu ári. Hjá Volkswagen er úrvalið fjölbreytt, Golf kemur í GTE-kraftútgáfu og hagkvæmri eHybrid, Tiguan eHybrid er að lenda og fjórhjóladrifinn Touareg eHybrid lentur. Í vor bætist við flóruna Arteon og Arteon Shooting Brake.

Rafbílar eru orðnir raunhæfur möguleiki fyrir þá sem ekki gefst kostur að hafa hleðslutæki heima við, sem við mælum þó með, og fyrir þá sem vilja geta ferðast um landið án þess að hafa áhyggjur af hleðslunni

Eru rafbílar dýrari kostur?

Framleiðslukostnaður rafbíla hingað til hefur verið hærri, en með ívilnun stjórnvalda og hagkvæmari framleiðslu á nýjum rafbílum frá Volkswagen Group þá eru rafbílarnir okkar á svipuðu verði og sambærilegir bílar með hefðbundnum sprengihreyfli. Það má nefna að ID.3 var hannaður frá grunni sem rafbíll og er fjöldaframleiddur í verksmiðjum Volkswagen og er í boði á undir fimm milljónum, þá má líka nefna að Audi e-tron, sem Íslendingar hafa tekið sérstaklega vel á móti, er á hagstæðara verði heldur en margir sambærilegir bílar. Nú og til viðbótar eru eigendur rafbíla fljótir að finna kostinn við það að kveðja bensínstöðina en eldsneytiskostnaðurinn dregst verulega saman og smurþjónusta heyrir sögunni til.

Eru rafbílar jafn öruggir?

Rafbíllinn er jafn öruggur og aðrir bílar, hvort sem úti er rigning eða jafnvel þrumuveður. Hægt er að hlaða bílinn í rigningu, aka í gegnum bílaþvottastöð og hægt er að opna vélarhlífina án þess að nein áhætta sé tekin. Við mælum með að eigendur fái rafvirkja til að setja upp hleðslustöðvar heima við svo hlaðið sé á öruggan máta og að keypt sé viðurkennd hleðslustöð með öryggisvottun. Svo lengi sem rafgeymir og hleðslustöðin uppfylla öryggisstaðla framleiðanda flæðir ekki rafmagn inn á bílinn fyrr en örugg tenging hefur komist á. Aðstoðar- og öryggiskerfi bílanna gerir einnig aksturinn þægilegan og áhyggjulausan.

Hvaða bíll er sá rétti?

Ég mæli alltaf með því að fólk prófi nokkra bíla áður en ákvörðun er tekin um kaup á bíl. Með því að skoða vel þarfir fjölskyldunnar og gera vandlegan samanburð á gæðum og stærð aukast líkurnar á því að bíllinn sem verður fyrir valinu sé sá rétti.

Að lokum vil ég ítreka það að upplifunin að aka um á hreinu rafmagni er engu lík og tækninni fleygir sífellt fram. Í dag fylgir app með öllum okkar raf- og tengiltvinnbílum, sem hægt er að nota til að kveikja á hitanum í bílnum á morgnana. Að skafa bílinn á morgnana og setjast skjálfandi upp í ískaldan bíl heyrir nú sögunni til.

Þú sérð úrval bíla Heklu HÉR.

Tögg úr greininni
, ,