Já, við ætlum svo sannarlega að mála bæinn grænan þetta árið og byrjum á blaði þar sem umhverfismálin eru í brennidepli. Við tökum rafbílavæðinguna alla leið og skoðum þróunina á því sviði. Lítum svo niður á skóbúnaðinn okkar og fengum Maríu K. Magnúsdóttur, skóhönnuð, til að gefa okkur hugmyndir hvað við getum gert við skóna okkar til að lengja líftíma þeirra. Fórum svo frá tá til topps, og töluðum við Rán Reynisdóttur sem fræddi okkur um hárumhirðu án mengandi efna, sem geta skaðað okkur og umhverfið. Við höfum engar afsakanir lengur það eru komnar svo margar flottar grænar hárlausnir, sem við drögum einmitt fram í dagsljósið hér á síðunum okkar.