Pokar fyrir garðúrgang
Núna er rétti tíminn fyrir vorverkin. Frá EcoLiving koma extra sterkir, tveggja laga pappírspokar með flötum botni m.a. fyrir garðúrganginn. Þeir eru úr kraftpappír, sem er gerður úr afgangstimburmassa og afskurði. Pokarnir eru jarðgeranlegir í heimamoltun og fást í þremur stærðum; 10, 75 og 240 lítra. Þeir geta líka verið gott stoðefni í heimamoltuna. EcoLiving er með breiða línu af sjálfbærum, plastlausum og umhverfisvænum vörum, sérhannaðar til að koma í veg fyrir úrgang og plastmengun.
Ecoliving fæst í Fjarðarkaupum, Frú Laugu, Garðheimum, Melabúðinni, Mena/Sambúðinni, Vistvænu búðinni, Vistveru, Vonarstræti og völdum apótekum.