Umhverfisvænar þrif vörur fyrir heimilið

Margir velta eflaust fyrir sér hvernig hægt sé að þrífa heimilið á umhverfisvænan hátt. Sumir búa til sín eigin hreinsiefni, öðrum finnst kannski flækjustigið of hátt og vilja einfaldlega kaupa fallegar, náttúrulegar, umhverfisvænar þrif vörur fyrir heimilið.  Margar almennar þrif vörur innihalda mikið magn af eiturefnum sem að getur  verið hættulegt að anda að sér. Mikilvægt er að passa upp á loftgæði á heimili. Nú er hægt að velja úr hafsjó af umhverfisvænum þrifvörum og hefur úrvalið aukist gríðarlega á seinustu árum. Hér fyrir neðan eru nokkrar ómissandi umhverfisvænar þrif vörur fyrir heimilið. 

Eldhúshanski fyrir þrif

Tvöfaldi eldhúshanskinn frá Enjo hentar við heimilisþrif á nær öllu í eldhúsinu, s.s. á eldavélum, ofnskúffum og eldhúsáhöldum. Engin þörf er á kemískum efnum við þrifin heldur aðeins köldu vatni, líka til að hreinsa burt fitu. Enjo-vörurnar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt, en markmið fyrirtækisins er að vernda umhverfið og heilsuna.
enjo.is 

Hágæðahreinsivörur

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæðahreinsivörum, sem eru auðveldar í notkun, þær eru nútímalegar, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar. Hugað er að áhrifum þeirra á umhverfið og því eru margar þeirra 100% lífrænar, án aukaefna, parabena og litarefna. Humdakin-línan inniheldur alls kyns hreinsivörur, handsápur og handáburð, ásamt hekluðum viskastykkjum og borðtuskum úr lífrænni bómull.
epal.is

Pokar fyrir garðúrgang

Núna er rétti tíminn fyrir vorverkin. Frá EcoLiving koma extra sterkir, tveggja laga pappírspokar með flötum botni m.a. fyrir garðúrganginn. Þeir eru úr kraftpappír, sem er gerður úr afgangstimburmassa og afskurði. Pokarnir eru jarðgeranlegir í heimamoltun og fást í þremur stærðum; 10, 75 og 240 lítra. Þeir geta líka verið gott stoðefni í heimamoltuna. EcoLiving er með breiða línu af sjálfbærum, plastlausum og umhverfisvænum vörum, sérhannaðar til að koma í veg fyrir úrgang og plastmengun.

Ecoliving fæst í Fjarðarkaupum, Frú Laugu, Garðheimum, Melabúðinni, Mena/Sambúðinni, Vistvænu búðinni, Vistveru, Vonarstræti og völdum apótekum. 

kinfill glass mirror cleaner

Sóun er hönnunargalli

Kinfill er ný, hollensk hreinsilína sem setur umhverfið í fyrsta sæti. Í henni eru umhverfisvæn, áhrifarík og mild hreinsiþykkni úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum. Hreinsiþykkni er blandað saman við íslenskt vatn og sett í fallegar glerflöskur. Óþarfa vatn er því ekki flutt milli landa og umbúðum haldið í lágmarki. Hreinsiþykknið fæst í fjórum ilmtegundum, sem eru þróaðar af ilmhönnuðum.

madison.is

sonnett bathroom cleaner

Mildur og áhrifaríkur baðhreinsiúði

Sonett-baðhreinsiúðinn er með sítrónusýru og eyðir kalki, óhreinindum og fitublettum fyrirhafnarlaust. Hann virkar vel á sturtuveggi og gólfflísar, sem oft er erfitt að þrífa. Sonett er með breiða hreinsivörulínu. Í henni eru vottaðar, mildar sápur og hreinsiefni, sem brotna 100% niður í náttúrunni. Vörurnar innihalda lífræn efni á borð við jurtir og ilmkjarnaolíur.
icepharma.is

sals suds biodegradable cleaner

Þrifasápa sem mengar ekki

Sal Suds alhliðahreingerningaefnið frá Dr. Bronner’s er hugsað fyrir uppvaskið, skúringar og almenn heimilisþrif. Það hentar vel við þrif á klósetti, speglum og bílum og fyrir þvottavélina. Sal Suds er milt en áhrifaríkt, unnið úr plöntum, ilmefnalaust og brotnar niður í náttúrunni án þess að valda mengun.
mammaveitbest.is

Uppþvottakubbur

Sápukubbar eru komnir til að vera enda bæði umhverfisvænir og hagkvæmir. Nýlega kom á markaðinn nýtt uppþvottasápustykki frá No Tox Life. Það kemur á óvart hvað það freyðir vel og er öflugt á erfiða bletti og fitu, og án þess að þurrka hendurnar. Svo er líka hægt að nota það til að ná blettum úr fötum og gólfteppum. Hvert stykki getur dugað í allt að sex mánuði fyrir einstakling sem handþvær allt sitt leirtau. Uppþvottastykkið er handgert og 100% vegan og inniheldur kókoshnetusápu, aloe og þykkni af suðuramerískum sápuberki og er alveg laust við pálmaolíu, súlfat og paraben.
mistur.is

Þessi grein er úr vorblaði Lifum betur – í boði náttúrunnar 2021