Af hverju fórstu upphaflega að hugleiða ?
Fór fyrst í yoga með afa þegar ég var 12 ára. Slakaði síðan á yfir menntaskólaárin og var lítið í þessum pælingum. Byrjaði svo almennilega þegar ég fór út og datt í smá næði. Þá byrjaði ég að lesa Gunnar Dal, Deepak Chopra o.fl. Var ekki með neina sérstaka tækni og hef aldrei verið. Hugleiðslan og mismunandi tæknir hafa gengið yfir í bylgjum en á síðasta ári byrjaði ég á fjar mindfulnessnámskeiði sem stendur yfir í ár. Elska það, 20 mínútna „timeout“ hvern dag.
Hvernig hugleiðir þú og hve lengi í senn?
Í dag er ég með kennara í eyrunum í þessar 20 mínútur á dag, sem leiðir mig í gegnum alls kyns pælingar, en gefur líka næði.
Hvar finnst þér best að hugleiða og af hverju?
Í raun er ég orðinn nokkuð góður í því að geta dottið út hvar sem er. Er þá oftast með heyrnartól og einangra mig þannig.
Hvað gerir hugleiðsla fyrir þig?
Fyrir mér snýst hugleiðsla um að skapa rými, að skynja bil sjálf síns og ´daglegheitana´ en um leið finna hvernig maður blandast því öllu, hefur áhrif á og/eða er stuðaður af. Hin „ultimate“ hugleiðsla er að þurfa ekki að loka augunum eða loka sig af heldur verða meðvitaður dag hvern.
Getur þú nefnt dæmi þar sem að hugleiðslan kom sér sérstaklega vel?
Í hinum ýmsu aðstæðum, sérstaklega fyrir stundir þar sem ég þarf að gefa af mér – eins og í íþróttum eða þegar ég held fyrirlestra.
Hverju mæliru með fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í hugleiðslu?
Ég mæli með því að byrja á 10 mínútum á dag og ekkert vera að eltast við einhverja stellingu.
Skondin minning tengd hugleiðslu?
Örugglega hafa flestir sögu að segja sem hafa séð mig vera að hugleiða á almannafæri. Ég var alltaf í hugleiðslunni þannig að ..:-)