Forvörn er meðalið

Matthildur Þorláksdóttir, „heilpraktiker“ eða náttúrulæknir á íslensku, hefur ýmist verið kölluð „kraftaverkakona“ eða „leynivopn“ þeirra fjölmörgu einstaklinga sem hafa fengið lausn meina sinna með hennar aðstoð. Sjálf heldur hún sig á jörðinni og segir sig einfaldlega starfa eftir gamalreyndum leiðum náttúrulækninga. Í nýjasta tölublaði Í boði náttúrunnar fengum við innsýn inní hennar starf og hvað það er sem er að hrjá flesta þá sem hana heimsækja. Við birtum nú greinina í heild sinni á vefnum. 

„Ég er upphaflega menntuð sem þroskaþjálfi en hef alltaf haft áhuga á náttúrulegum meðferðum og efnum. Ég er fædd og uppalin út á landi í nánum tengslum við náttúruna og það hefur eflaust haft sín áhrif,“ segir Matthildur þegar hún er spurð um upphaf þess að hún fór að nema náttúrulækningar. „Um 1990 stóð ég á krossgötum og byrjaði þá að fara á ýmiss konar námskeið í þessum fræðum hérna heima, en reyndin varð sú að ég sat alltaf eftir með fleiri spurningar en svör.“

Matthildur fór í framhaldinu að kanna hvernig náttúrulækningum væri háttað á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. „Þýskaland reyndist vera með yfirburði í þessum málaflokki en þeir löggiltu náttúrulækningar árið 1939,“ segir Matthildur. En árið 2000 voru skráðir 17.000 náttúrulæknar þar í landi og árið 2011, 35.000 og er talið að um 11,5 milljónir Þjóðverja leita reglulega til slíkra lækna á ári hverju.

NÁTTÚRULÆKNINGAR V.S LÆKNINGAR

Árið 1997 lá leið Matthildar til Hamborgar í Þýskalandi þar sem hún dvaldi næstu 4 árin og stundaði nám við náttúrulækningaskóla. Að honum loknum tók við hálfs árs starfsþjálfun. „Námið byggði á almennum greinum í læknisfræði, líffæra- lífeðlis- og sjúkdómafræðum, en allar meðferðaúrlausnir eru samkvæmt fræðum náttúrulækninga, þar sem lögð er áhersla á heildrænar úrlausnir. Námið tekur þrjú ár, en þar sem námsárið þarlendis er mun lengra, samsvarar það fimm ára námi á Íslandi, “segir Matthildur.

LESTU ALLA GREININA NÚNA MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ ÞIG Á PÓSTLISTA

Seinna í greininni: Hver er helsti heilsuskaðvaldurinn? Hvað mega flestir gera betur þegar kemur að heilsu?

LESTU ALLT VIÐTALIÐ VIÐ MATTHILDI

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.