Hraust fyrir jólin – æfingadagatal!

Fyrir stuttu rakst ég á skemmtilegt heilsuframtak sem Hjördís Marta Óskarsdóttir stendur fyrir. Hjördís, sem er menntuð í íþrótta- og heilsufræði, tók sig til og bjó til jólaæfingadagatal þar sem hún setur daglega á vefinn leiðbeiningar að æfingum til að gera heima í stofu. Móttóið er „Höldum okkur heilbrigðum – líka í desember!“ og setur hún inn myndbönd á hverjum degi þar sem hún sýnir æfingarnar nákvæmlega.

10923585_10152503601192511_4525637631804621941_n

Hvert myndband inniheldur styrktaræfingar sem tekur aðeins 5-8 mínútur að framkvæma svo að flestir ættu að geta gefið sér tíma í þetta. Þetta framtak hefur vakið mikla lukku hingað til og meira en tvöþúsund manns hafa skráð sig til leiks. Það eru ennþá 13 dagar til jóla svo að það er um að gera að taka þátt og jafnvel gera tvö myndbönd á dag ef þú byrjar núna! Æfingarnar getur þú auðveldlega gert heima í stofu og þú þarft engin sérstök æfingatæki.

Nýtum lausar mínútur í deginum í eitthvað uppbyggjandi og gott!

Hér fyrir ofan er svo myndband gærdagsins og endilega kíkið á fésbókarsíðuna þar sem allt fjörið fer fram, smellið á “going” til að taka þátt og framkvæmið svo æfingarnar! Hér er svo fyrsta myndbandið fyrir þá sem vilja byrja á byrjuninni:

Tögg úr greininni
, , , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.