Lóa Ingvarsdóttir
Lóa er með alþjóðleg kennararéttindi í Kundalini Jóga, kennt eftir forskrift Yogi Bhajan, frá International School of Kundalini Yoga I-SKY og Yoga Mangalam í Svíþjóð. Hún stofnaði og rak eigið jógasetur í Lundi í Svíþjóð þar sem hún kenndi sl. fimm ár hóp- og einkatíma í Kundalini jóga og heildrænni hugar- og líkamsrækt. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða á erlendri grundu og meðal annars iðkað jóga í Bangladesh, en hún er einnig með M.Sc. í alþjóðlegum þróunarfræðum frá Lundarháskóla í Svíþjóð. Hjá Plié Heilsu kennir hún Kundalini jóga, mjúkt jóga fyrir 60 ára og eldri, geislandi barnajóga og mjúkt pilates.