Pálína Ósk Hraundal
Pálína Ósk er ferðamálafræðingur sem hefur ástríðu fyrir útivist og samveru. Pálína hefur síðustu ár sérhæft sig í útivist fyrir börn og unglinga á Norðurlöndunum. Hún hefur verið búsett í Noregi síðustu sex ár en kemur mjög reglulega til Íslands til að vinna að lýðheilsuverkefnum. Árið 2015 vinnur hún að því markmiði ásamt fjölskyldu sinni að ná 123 skipulögðum útistundum. Þau skrifa um ævintýrin á vefnum utistund.com. Fylgist með störfum Pálínu á blogginu, á fésbókinni eða Instagram @palinahraundal.