Hugmyndir fyrir ævintýraleg ferðalög

Vorið er handan við hornið með óteljandi möguleikum á því að njóta útiveru og náttúru Íslands. Endalausir möguleikar til þess að upplifa og njóta, sönn forréttindi !

Hefur þú prófað að vera ferðamaður í þínu eigin landi ?

Helgarævintýri

Hversdagsleg ævintýri

Nokkra daga ævintýri

Þjálfaðu þig í því að bæta við ævintýrastundum í náttúru Íslands, það er dýrmæt næring fyrir sál og líkama.

Nokkrir punktar og hugmyndir til þess að búa til ævintýri

1. Netið er hafsjór af hugmyndum

Skoðaðu innanlandsferðir sem ferðaskrifstofur eru að bjóða upp á og nýttu þér þær hugmyndir og innblástur sem vekja athygli þína. Við fáum innblástur víðs vegar að, það getur sannarlega gefið margar hugmyndir að íslenskum ævintýrum að fylgjast með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands, taka myndir og skrifa um ferðalagið sitt.

2. Kostnaður

Að upplifa lítil hversdagsleg ævintýri þarf ekki að vera kostnaðarsamt.
Fjöruferðir, náttúruföndur, lesa um og skoða áfangastaði í nærumhverfinu.

Samveran er mikilvægari en dýr búnaður.

3. Verum jákvæð !

Ævintýrin eru allstaðar og jákvæðni kemur manni langleiðina.

4. Ferðaminningar

Það getur verið mjög skemmtilegt að taka upp t.d. fuglahljóðin. Sænska smáforritið „Viltappin“ getur hjálpað ykkur að safna ferðaminningum. Einnig er alltaf gaman að taka ljósmyndir og prenta þær út eftir ferðina.

Prófið ykkur áfram með að búa til ferðadagbók sem heldur utan um hversdagsleg og önnur ævintýri.

Börn hafa sérstaklega gaman af því og minningin verður sterkari í huga þeirra og okkar fyrir vikið.

5. Náttúruföndur

Það getur verið góð slökun í því að setjast niður úti í náttúrunni og föndra, mála, taka myndir og skoða sig um. Ekki sleppa því að slaka á, njóta augnabliksins og anda að þér náttúru Íslands.

6. Leiktu þér

Njótum þess að vera til og leikum okkur. Hvílum okkur frá amstri hversdagsins og losum okkur við álag og stress með því að leika okkur í náttúrunni. Útileikir, hlaup og ratleikir geta verið góð leið til þess að búa til smá ævintýri.

7. Eldhúsið Ísland

Íslensk næring vekur athygli víðsvegar í heiminum. Hráefnið verður varla ferskara en það.
Njótum þess margskonar hráefnis sem við finnum í náttúrunni og búum til góðan mat.

Góða ferð !

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.