Sjóminjasafnið í Reykjavík
Fiskur og fólk er grunnsýning safnsins, sem fjallar um fiskveiðar Íslendinga, frá því árabátarnir gömlu viku fyrir útgerð stórra skipa á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin síðustu. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, með gripum og textum, myndum og leikjum. Aðalpersónan í þessari sögu er auðvitað fiskurinn! Honum er fylgt eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og að landi, í gegnum vinnslu – og loks á diskinn. Mjaltastúlkan er sýning á neðri hæð safnsins um neðansjávarfornleifar. Við bryggju safnsins liggur hið fræga varðskip Óðinn en það er stærsti gripur safnsins.
www.borgarsogusafn.is/sjominjasafnid-i-reykjavik