Uppáhals staðirnir okkar í Reykjavík

HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 
Hlaða niður HandPicked Iceland appi HÉR

277 km²
131.136 íbúar
36% landsmanna
borginokkar.is

MENNING OG AFÞREYING

1. FRÍSBÍGOLF Á KLAMBRATÚNI
Hér iðar allt af lífi þar sem níu brauta völlurinn liggur á milli hárra trjáa og víðáttumikilla grasflata. Völlurinn hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nú ef það fer að rigna þá má alltaf skella sér á Klambra bistro og fá sér léttar veitingar inni á Kjarvalstöðum.
Klambratúni, 105 Reykjavík

2. YLSTRÖNDIN NAUTHÓLSVÍK
Gulur skeljasandurinn minnir meira á strendurnar við Miðjarðarhafið en vík í nyrstu höfuðborg heims. Í Nauthólsvík er sturtuaðstaða, eimbað og heitur pottur þar sem sjósundsgarpar ylja sér að loknum sundspretti. Athugið opnunartíma áður en haldið er af stað.
Nauthólsvík
411 5330 | nautholsvik.is

3. SUNDHÖLLIN
Ein frægasta sundhöll landsins, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Í dag skartar hún einnig nýrri útilaug, heitum og köldum potti ásamt nýju gufubaði. Stökkbrettin tvö slá öllum rennibrautum landsins við!
Barónsstíg 45a
411 5350 | reykjavik.is/sundholl-reykjavikur

4. ÁSMUNDARSALUR
Þetta fallega nýuppgerða og sjálfstæða listasafn beinir sjónum sérstaklega að innsetningum og list eftir unga listamenn. Ásmundur Sveinsson byggði þetta ótrúlega hús árið 1933, og bæði bjó í því og vann að höggmyndalist sinni. Á jarðhæð hússins er hægt að glugga í listaverkabækur og fá sér kaffi frá Reykjavík Roasters.
Freyjugötu 41
555 0041 | asmundarsalur.is

5. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR
Eitt af merkilegustu söfnum borgarinnar. Húsið var teiknað af Einari Jónssyni sjálfum og bjó hann þar með Önnu eiginkonu sinni. Hann gaf íslensku þjóðinni húsið og öll verkin á safninu. Höggmyndagarðurinn aftan við húsið er falinn paradís þar sem hægt er að njóta verka Einars í gróðursælum garðinum.
Hallgrímstorgi 3, 101 Reykjavík
551 3797 | lej.is

6. LISTASAFN ÍSLANDS
Listasafn Íslands er í einni af fallegri byggingum Reykjavíkurborgar og var byggt árið 1916, upphaflega sem íshús. Hér er boðið upp á gott yfirlit af listasögu Íslands frá 19. öld og til nútímans og eru oft spennandi sýningar frá bæði íslenskum sem og erlendum samtímalistamönnum. Metnaðarfull safnbúð býður upp á fallega list og hönnun.
Fríkirkjuvegi 7
515 9600 | listasafn.is

7. KOLAPORTIÐ
Ef maður vill hitta þverskurðinn af Íslendingum og finna dýrgripi á góðu verði, þá fer maður í Kolaportið. Elsti og eini alvöru markaðurinn í Reykjavík, sem bókstaflega iðar af lífi um helgar. Hér færðu einnig sjávarfang og vörur beint frá býli ásamt alls kyns fatnaði, bækur, skart, húsgögn og margt fleira.
Tryggvagötu 19
562 5030 | kolaportid.is

8. LISTASAFN REYKJAVÍKUR
Þrjú söfn heyra undir Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn. Söfnin bjóða öll upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar myndlistarsýningar eftir virta listamenn auk þess að sýna reglulega verk eftir Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson. Ásmundarsafn verður lokað tímabundið vegna viðgerða. 
411 6400 | listasafnreykjavikur.is

11. HLJÓMSKÁLAGARÐURINN 
Fullkominn staður fyrir lautarferð, göngutúr, leik og jafnvel til að virða fyrir sér fuglalífið við Tjörnina. Góð og ódýr afþreying fyrir börn sem og fullorðna.
Við Sóleyjargötu

12. NORRÆNA HÚSIÐ
Þetta einstaka hús, sem var hannað af finnska arkitektinum Alvar Aalto, er sannkölluð menningarvin í borginni. Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar, norrænt bókasafn, matur og lítil búð, sem selur norræna hönnun, eru meðal þess sem hægt er að njóta í þessu einstaka húsi ásamt öflugu barnastarfi. Sjá viðburði á vefsíðunni.
Sæmundargötu 11
551 7030 | nordichouse.is

15. ÞÚFAN
Þúfan er ekki aðeins grasi vaxinn hóll, sem stendur við vestanverða Reykjavíkurhöfn, heldur umhverfislistaverk eftir listakonuna Ólöfu Nordal. Hægt er að ganga upp á toppinn og njóta útsýnisins yfir gamla bæinn, höfnina og út á sundin.
Norðurslóð, bak við HB Granda

MATUR OG DRYKKUR

16. HLEMMUR MATHÖLL
Fyrsta mathöll landsins, staðsett í fyrrum strætóstoppistöð á Hlemmi. Einn heitasti staðurinn í bænum fyrir matgæðinga þar sem finna má góðgæti frá ýmsum heimshornum, fá sér gott kaffi hjá Te og kaffi, snúð hjá Brauð & Co eða heimsklassa mat á Skál! eða Kröst og dreypa á góðu vínglasi með. Opnar kl. 7.30.
Laugavegi 107
787 6200 | hlemmurmatholl.is

17. SKÁL!
Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur á Skál, býður upp á ævintýralega smárétti. Skál hlaut hina virtu Bib Gourmand viðurkenningu hjá Michelin 2019 en hún er veitt veitingastöðum um heim allan sem bjóða upp á hágæðamat á sanngjörnu verði. Á Skál færðu einnig gott úrval af náttúruvínum, bjór og frábæra kokteila.
Hlemmur Mathöll, Laugavegi 107
519 6515 | skalrvk.com

18. REYKJAVÍK ROASTERS (þrír staðir)
Þetta sívinsæla kaffihús flytur inn kaffibaunirnar sjálft og kaffið er borið fram af margverðlaunuðum kaffibarþjónum á þremur ólíkum staðsetningum. Kárastígurinn er kósí og gamaldags, Brautarholtið stærra og nútímalegra og nýjasti staðurinn í Ásmundarsal á Freyjugötu. Hér er alltaf hægt að treysta á að fá góðan bolla.
Kárastíg 1 – Brautarholti 2 – Freyjugötu 41
517 5535 | reykjavikroasters.is

20. BRAUÐ & CO
Eflaust eitt mest myndaða bakarí í Reykjavík, en í þessu húsnæði opnaði Brauð & Co sitt fyrsta bakarí. Enn er boðið upp á lífrænt súrdeigsbrauð, geggjaða snúða og annað bakkelsi sem enginn má láta fram hjá sér fara á ferðalagi sínu um 101 Reykjavík.
Frakkastíg 16
456 7777 | braudogco.is

21. SUMAC
Sumac skartar tveimur af frægustu kokkum Íslands og býður upp á sannkallað ferðalag skilningarvita. Boðið er upp á dásamlegan mat þar sem ný norræn matargerð mætir matarhefðum og bragði frá Líbanon og Norður-Afríku. Grænkerar ættu líka að finna gott úrval af spennandi réttum. Staðurinn sjálfur er hrár og svalur með opið eldhús, kolagrilli og flottum bar, sem saman skapa lifandi andrúmsloft.
Laugavegi 28
537 9900 | sumac.is

22. VÍNSTÚKAN TÍU SOPAR 
Þar sem hið sögufræga kaffihús, Tíu dropar, var á Laugavegi, framreiða þeir Ragnar Eiríksson, Michelin-kokkur, og sjónvarpskokkurinn og sommelier-inn Ólafur Örn Ólafsson nú litla smárétti og bjóða upp á úrval gæðavína. Það verður enginn svikinn af halloumi, grilluðum padrones og hummus með nýbökuðu brauði ásamt vel völdu náttúruvíni. Svo er um að gera að skella sér í vínskólan og læra allt um vín.
Laugavegi 27
888 2380 | Facebook

23. VEÐURBARINN
Skemmtilegur lítill bar sem er frægur fyrir kokteila og klassíska drykki. Jólaglöggið þeirra var valið einn af bestu vetrardrykkjum heims af breska blaðinu The Guardian og bjóraðdáendur kvarta ekki því hér er ætið nóg úrval af áhugaverðum erlendum og innlendum bjórum. Drekkutími á milli 12-19.35 og fyrir kokteila milli 19-21.
Klapparstíg 33
571 5215 | Facebook

24. SYSTRASAMLAGIÐ
Lítið lífrænt kaffihús og verslun á Óðinsgötu, sem er rekið af tveimur jógaelskandi systrum. Þær bjóða upp á allt sem snertir hjarta, líkama og sál. Lífrænt kaffi, heilsudrykkir, samlokur, náttúrulegar umbúðir, lífrænn jógafatnaður og eiturefnalausar snyrtivörur eru meðal þess sem í boði er. Í góðu veðri er hægt að tilla sér út í bakgarðinn og njóta.
Óðinsgötu 1
511 6367 | systrasamlagid.is

25. MOKKA KAFFI
Þegar maður stígur inn um dyrnar á Mokka kaffi er eins og maður sé kominn aftur á sjöunda áratuginn. Mokka kaffi er elsta kaffihús Reykjavíkur og hefur boðið upp á gott kaffi allt frá árinu 1958 af sömu eigendum. Kaffihúsið á sér sérstakan stað í hjarta menningarvita borgarinnar. Hér færðu alvöru espresso og cappucino og dásamlegar belgískar vöfflur með rjóma.
Skólavörðustíg 3a
552 1174 | mokka.is

26. ÍSLENSKI BARINN
Heimilislegur og þjóðlegur matur með nútímalegu yfirbragði. Úrvalið af íslenskum réttum er hreint út sagt stórkostlegt: flatkökur, hákarl, lax og íslensk kjötsúpa, lambakjöt og réttir eins og plokkfiskur, matarmiklar pylsur og lambahamborgarar. Þeir bjóða stoltir upp á frábært úrval af íslenskum bjór og gini. Happy hour eða gleðistund er á milli 16-18.
Ingólfsstræti 1a
517 6767 | islenskibarinn.is

27. PETERSEN SVÍTAN
Það er auðvellt að ganga fram hjá inngangi Pedersen svítunnar og missa af honum, en það væri synd! Þetta þakrými var eitt sinn í eigu Peter Petersens, sem var bíóstjóri Gamla bíós. Þetta er án efa flottasti útsýnisbar borgarinnar með tveggja hæða útisvæði með hiturum og teppum til afnota. Reglulega er boðið upp á lifandi tónlist og plötusnúða. Drekkutími á milli 16-20.
Ingólfsstræti 2a, 3.hæð
563 4000 | gamlabio.is

28. LOFT HOSTEL – BAR
Þessi smekklegi alþjóðlegi bar á efstu hæð Loft Hostel í Bankastræti lætur ekki mikið yfir sér en er einn vinsælasti staður borgarinnar til að sitja úti á svölum og hitta góða vini yfir góðum bjór eða vínglasi. Það eru reglulega haldnir skemmtilegir pop up viðburðir á þessu svansvottaða hosteli. Drekkutími á milli 16-20.
Bankastræti 7, 4.hæð
553 8140 | lofthostel.is

31. TE & KAFFI 
Í fjölda ára hefur áhugafólk um te og kaffi getað treyst á gæðinn hjá Te & kaffi. Kaffið er hægristað í smáum skömmtum, sem gefur kaffinu sinn einstaka keim. Kaffihúsið í Aðalstræti er lítið og sjarmerandi með gott útsýni yfir Fógetagarðinn. Sjálfbærni er eitt af leiðarljósum fyrirtækisins og bjóða þeir nú uppá smáforrit fyrir vildarvini sína.
Aðalstræti 9
527 2883 | teogkaffi.is

32 . FISKFÉLAGIÐ
Í fallega uppgerðum kjallara í hinu sögufræga Zimzen húsi, þar sem steinhleðslur, dempuð ljós og snarkandi eldur skapa einstakt andrúmsloft, má einnig finna matargerð sem svíkur engan. Lárus Gunnar Jónasson, kokkur, býður m.a. upp á bestu fiskrétti landsins ásamt hinni vinsælu Heimsreisu þar sem hann leikur sér með kryddjurtir framandi landa í bland við íslenskt gæðahráefni.
Vesturgötu 2a
552 5300 | fiskfelagid.is

34. FORRÉTTABARINN
Hér er hægt að gæða sér á bæði smáum sem stórum forréttum og eftirréttum úr íslensku hráefni með alþjóðlegu ívafi, s.s. heitreyktum lax með wasabi-jógúrti. Mælum með fjögurra rétta smakkmatseðlinum. Umhverfið er hrátt en smart og staðurinn, sem opnar klukkan 16.00, iðar af lífi.
Nýlendugötu 14
517 1800 | forrettabarinn.is

37.  LA PRIMAVERA
La Primavera gekk í endurnýjun lífdaga á 25 ára afmælisdegi sínum í hinu nýuppgerða Marshall húsi úti á Granda, sem einnig hýsir nú þrjú listasöfn. Hér ríkir fágað andrúmsloft og gestir geta notið útsýnisins yfir sjóinn og yfir á Hörpu um leið og þeir njóta norður-ítalskrar matarhefðar úr íslensku gæðahráefni.
Grandagarði 20
519 7766 | laprimavera.is

SJÁ MEIRA UM MAT OG DRYKK Á ENSKU Á WWW.ICELANDICFOOD.IS

HANDVERK OG HÖNNUN

38. GILBERT ÚRSMIÐUR
Stórstjörnur á borð við Tom Cruise og Yoko Ono eru meðal þeirra fjölmörgu frægra einstaklinga sem eiga úr eftir Gilbert úrsmið. Gilbert hannar undir nafninu JS watches en þau eru öll handgerð og framleidd á Íslandi úr bestu fáanlegu efnum og hugað að hverju einasta smáatriði. Verslunin er lítil perla fyrir áhugafólk um úr.
Laugavegi 62
551 4100 | jswatch.com

39. REYKJAVÍK RAINCOATS
Það rignir í meira en 200 daga á Íslandi og Reykjavík Raincoats búa til regnkápur sem standast tímans tönn. Handgerðar í gamaldags stíl í fjölmörgum litum, sem lífga upp á rigningardaga lífsins. Klassísk flík til að eiga í fataskápnum.
Laugavegi 62
571 1177 | reykjavikraincoats.com

40. FARMERS & FRIENDS (tvær verslanir)
Eigendurnir Jóel og Bergþóra hafa sjálfbærni, notagildi og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi þegar þau hanna Farmers Market vörurnar, sem eru í senn klassískar og nútímalegar. Farmers & Friends verslanirnar eru tvær í Reykjavík og verður enginn svikinn af heimsókn þangað.
Hólmaslóð 2 & Laugavegi 37
552 1960 | farmersmarket.is

43. RAMMAGERÐIN
Ein af elstu gjafavöruverslunum landsins en um leið ein sú nútímalegasta. Þar er að finna vörur frá 470 íslenskum hönnuðum og handverksfólki. Hér færðu klassískar gjafir við öll tækifæri handa vinum vandamönnum. Veljum Íslenskt!
Skólavörðustíg 12
535 6694 | rammagerdin.is

45. HILDUR HAFSTEIN – SKART
Íslensk náttúra, öld vatnsberans, ítölsk áhrif og búddismi eru meðal þess sem veitir Hildi Hafstein innblástur og er uppskriftin að fallegum og litríkum skartgripum hennar. Hún notar náttúrulega steina, silfur og gull í hönnun sinni, sem nærir bæði hjarta og sál, auk þess að gleðja augað.
Klapparstíg 40
777 1553 | hildurhafstein.com

46. FISCHER
Fischer er einhvers staðar á milli þess að vera verslun, listagallerí eða listaverk! Vertu undirbúinn að gleðja skynfærinn og uppgötva náttúrulegar snyrtivörur, ilmvötn, keramík, skartgripi, tónlist og fleira. Allt sem er á boðstólum hér er valið eða framleitt af systkinunum Ingu, Jónsa í Sigurrós og Lilju Birgisbörnum.
Fischersundi 3
692 0032 | fischersund.com

47. KOGGA KERAMIK GALLERÍ
Kogga er einn virtasti keramíklistamaður landsins og sannkallaður frumkvöðull á því sviði. Stúdíóið hennar hefur verið hluti af sögu Reykjavíkur í þrjátíu ár þar sem hún býr til tímalausa hluti með sinni einstöku aðferð. Hvort sem um er að ræða kaffibolla, skál, eða egg, þá eru þetta klassískir og tímalausir hlutir sem verða dýrmætari með árunum.
Vesturgötu 5
552 6036 | kogga.is


HÉR MÁ FINNA ALLA OKKAR UPPÁHALDSSTAÐI Á LANDSBYGÐINNI:
Ferðast um austurland
Ferðast um vesturland
Ferðast um suðurland
Verðast um norðurland


FYRIR ERLENDA VINI:
Hægt er að nálgast HandPicked kortin á flestum uppáhalds stöðunum okkar í i-Phone appinu HandPicked Iceland og á vefnum, www.handpickediceland.is.

Einnig má sjá hugmyndir að dagsferðum frá Reykjavík HÉR.
Ferðast um austurland
Ferðast um vesturland
Ferðast um suðurland
Verðast um norðurland

Tögg úr greininni